Streymi heldur áfram

5. apríl 2020

Streymi heldur áfram

Gluggi í Seltjarnarneskirkju

Í dag verður streymt helgistund frá Áskirkju kl. 10.00 – sjá heimasíðu kirkjunnar. Sr. Sigurður Jónsson sér um stundina ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna. Við orgelið er Bjartur Logi Guðnason og Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur. 

Útvarpsmessan verður á sínum stað og kemur hún frá Neskirkju kl. 11.00. Sr. Skúli Sigurður Ólafsson prédikar og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, þjónar fyrir altari. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sjá hér.

Streymt verður frá Seltjarnarneskirkju kl. 13.00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason sér um stundina. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson og forsöngvari er Þóra H. Passauer. Sjá Facebókarsíðu kirkjunnar.

Í dag verður svo streymt Heimahelgistund kl. 17.00 í gegnum visir.is Hún verður í umsjón Vídalínskirkju.

Nú svo er glænýr Sunnudagaskóli hér.

Kirkjan.is hvetur lesendur sína til að kanna á heimasíðum og Facebókarsíðum sóknarkirkna sinna hvort verið sé að streyma þaðan nú eða áður.

Mikilvægt er að hver og einn hafi vakandi auga með því kirkjulega starfi sem fram fer á netinu á þessari veirutíð. Margt er í boði eins og fram hefur komið. 

Kirkjan.is hefur ekki að svo stöddu yfirlit yfir alla kirkjulega viðburði á netinu en þetta hefur hún rekist á það sem af er degi:

Myndasaga fyrir börn – Akraneskirkja, sr. Þráinn Haraldsson: Sjá hér. Og hugleiðing hans hér.

Hveragerðiskirkja – sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Sjá hér.

Guðríðarkirkja - sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. Pétur Ragnhildarson, sjá hér.

Akureyrarkirkja - sr. Jóhanna Gísladóttir, organisti: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. - Fjóla Sveinmarsdóttir, Sæunn Björg Hreinsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Sædís Gunnarsdóttir og Baldur Kristjánsson flytja sálminn: Kom voldugi andi. Sjá hér.

Skálholtsdómkirkja - sr. Egill Hallgrímsson. Sjá hér.

Reyðarfjarðarkirkja - sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar. Meðlimir úr kór Reyðarfjarðarkirkju, þau Elínóra, Frímann og Gunnar syngja undir stjórn Gillian Haworth. Sjá hér.

Hrunakirkja - sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sjá hér.

Grafarvogskirkja - sr. Grétar Halldór Gunnarsson, sjá hér.

Miklabæjarkirkja í Skagafirði - sr. Dalla Þórðardóttir, sjá hér.

hsh
  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Samfélag

Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Árbæjarkirkja

Laust starf organista

02. jan. 2025
...við Árbæjarkirkju
Frá úthlutuninni

Hallgrímskirkja úthlutar til hjálparstarfs

02. jan. 2025
...úr Líknarsjóði kirkjunnar