Helgihald innanhúss

8. apríl 2020

Helgihald innanhúss

Dómkirkjan í Reykjavík segir: Horfðu og hlustaðu heima!

Kirkjan.is bendir á að á ferðalagi landsmanna innanhúss nú um stundir er gott að tylla sér niður á milli áfangastaða og hlusta á messur og helgistundir í sjónvarpi og útvarpi - og flestar í beinni útsendingu! Dagskráin er að vanda fjölbreytt og vönduð. 

Útvarpsmessa verður frá Langholtskirkju 9. apríl, skírdag kl. 11.00. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju syngur.

Föstudaginn langa, 10. apríl, verður útvarpað frá guðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti og kórstjóri: Björn Steinar Sólbergsson. Kór: Schola Cantorum. Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir.

Sameiginleg stund þjóðarinnar Kyrrðarstund með biskupi Íslands, verður sjónvarpað frá Háskólakapellunni 10. apríl, föstudaginn langa, kl.17.00. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir flytur ávarp í upphafi stundarinnar og leiðir hana svo. Þau sem taka til máls eru: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, og Joanna Marcinkowska, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, og flytur hún sitt mál á pólsku. Þá verður margvísleg tónlist flutt við þessa stund. Kyrrðarstundin er textuð á síðu 888 í textavarpinu.

Á páskadag, 12. apríl, verður sjónvarpað og útvarpað guðsþjónustu frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Þau fyrir norðan standa vaktina líka Sjónvarpsstöðin N4 verður með guðsþjónustu í beinni útsendingu á páskadag, 12. apríl, kl. 14.00. Guðsþjónustan er tekin upp í Akureyrarkirkju en myndskot koma frá öðrum kirkjum. Þrjár konur prédika við guðsþjónustuna, þær: sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Jóhanna Gísladóttir, og sr. Stefanía Steinsdóttir. Prédikunarefnið: Þrjár konur komu að gröfinni á páskadagsmorgni – þrenn lífsgildi komu að gröf Jesú á páskadagsmorgni: Kærleikur, umhyggja, hugrekki. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, þjónar fyrir altari. Sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Gunnar Einar Steingrímsson, þjóna líka í guðsþjónustunni. Um ritningarlestra sér Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni. Meðhjálpari er Aníta Jónsdóttir.

Og tónlistin er í höndum margra listamanna, kórinn Hymnodía syngur og einsöngvari er Margrét Árnadóttir Organistar: Valmar Väljaot, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi.

Kirkjan.is bendir jafnframt á að margir söfnuðir verða með streymi á helgihaldi um bænadaga og páska á heimasíðum kirkna sinna sem og á Facebókarsíðum. Enda heldur kirkjan sig innanhúss að þessu sinni og vonast til þess að landsmenn geri það líka; og tekur hjartanlega undir með þeim Ölmu landlækni og Þórólfi sóttvarnalækni að efla skuli lýðheilsu og sálarfrið!

Góða ferð!

hsh

 


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju