Þú getur opnað öðrum leið

17. apríl 2020

Þú getur opnað öðrum leið

Öll getum við opnað öðrum dyr til lífs gegnum Hjálparstarf kirkjunnar

Kirkjan.is ræddi við Kristínu Ólafsdóttur, fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún brennur fyrir Hjálparstarfinu og leitar allra hugsanlegra leiða til að styrkja það vegna þess að hún veit að það vinnur þarft verk heima og heiman.

Og hún vill að aðrir viti það. Þráir að fleiri taki þátt í því – ekki sín vegna heldur vegna þess að málið snýst um fólk sem býr við þær aðstæður að hjá því hefur knúið dyra vandi sem það ræður ekki við. Djúpstæður vandi sem sækir hart og vægðarlaust að lífi fólks, sjálfsvirðingu og metnaði. Það þarf aðstoð við að reka vandann á brott og þegar það hefur tekist fær fólk tækifæri til lífs, getur rétt við sjálfsvirðinguna og heilbrigðan metnað. Til þess var meðal annars Hjálparstarf kirkjunnar sett á laggirnar.

Samtal við Kristínu ól af sér eftirfarandi fréttatexta þar sem viðmælandi og kirkjan.is spinna einn og sama þráð:

Hversdagslegt áhyggjuefni hjá fátæku fólk snýst um að eiga mat til næstu máltíðar. Næsta máltíð er nefnilega ekki alltaf vís. Kannski er þetta sambýlisfólk með barn eða börn. Eða einstætt foreldri með tvö börn. Jafnvel einstaklingur sem býr einn. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera skyndilega orðin öðrum háð um eina af frumþörfum lífsins. Og enginn vill vera öðrum háðum hvað mat og drykk snertir.

Annað fólk kemur okkur við
Þetta er sem betur fer flestum ókunnugt áhyggjuefni
nema af afspurn hjá öðrum.
Þessi önnur,
þau sem eru alltaf í þessum fjarska
og án nafns.
Önnur.
En þau eru alltaf til.
Þau eru náungi okkar.
Og alltaf spurning eins og í Betlehem forðum
hversu mikið rúm við viljum gefa þeim í lífi okkar.
Hjálparstarfi kirkjunnar var ýtt úr vör
eins og báti við Galíleuvatn
til að hjálpa fólki.
Hjálpa öðrum.
Meðal annars fátæku fólki á Íslandi.

Hjálparstarf kirkjunnar heldur áfram neyðaraðstoð við fólk á Íslandi sem býr við fátækt. Það fær inneignarkort fyrir matvöru og aðstoð við að leysa út lyf.

Hjálparstarfið hefur orðið skjótt til og breytt starfsaðferðum sínum á tíma kórónuveirunnar. Símaþjónustan hefur tekið kipp og það er vaskur hópur sjálfboðaliða sem hugsar með hlýju til Hjálparstarfsins og hefur boðist til að kaupa inn fyrir fólk sem hefur ekki lagt í að fara út fyrir hússins dyr. Og fáir banka upp á hjá því nema þá helst kvíði og þunglyndið sem enginn vill hleypa inn. Þess vegna er gott að hafa góða félagsráðgjafa sem stappa stáli í fólkið svo það geti lagt hvern daginn á fætur öðrum að baki með sigurbros á vör.

Enginn veit svo sem nákvæmlega hvernig aðstæður verða hjá fólki á næstu mánuðum. En tölur um vaxandi atvinnuleysi vegna þess samfélagslega usla sem kórónuveiran hefur valdið segja með einföldum hætti að þá þurfi samhliða lögbundnum félagslegum úrræðum sem og sértækum að rétta fram hjálparhönd. Það er almenn skynsemi sem segir það. Og í þeim hópi er kannski fólk sem hefur aldrei órað fyrir því að það þurfi að óska eftir hjálp annarra hvað hversdagslegar nauðþurftir snertir.

Þá er gott að hjálparhröð hönd Hjálparstarfs kirkjunnar sé styrk. En hún verður aldrei styrkari en þau sem halda í hana og leggja í lófa hennar. Bakhjarl hennar.

Þú getur komist í þann snarráða hóp Hjálparliða og bakhjarla með ýmsum hætti!  Hvernig? Svona:   

Þetta getur þú gert: 
• gerst Hjálparliði á help.is
• greitt valgreiðslu í heimabanka, 2400 krónur
• hringt í söfnunarsíma 907 2002 og greiða 2500 krónur
• lagt framlag inn á styrktarreikning 0334-26-50886, kt. 450670-0499

Heimasíða Hjálparstarfs kirkjunnar

Facebókarsíða Hjálparstarfs kirkjunnar

Margt smátt - blað Hjálparstarfs kirkjunnar

hsh
  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju