Heimahelgistundin: Frá Bessastaðakirkju

18. apríl 2020

Heimahelgistundin: Frá Bessastaðakirkju

Kristur læknar sjúka: Altaristaflan í Bessastaðakirkju er eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson). Listamanninum entist ekki aldur til að ljúka við verkið, lést 1921. Verkið er í eigu Listasafns Íslands og lánað kirkjunni um óákveðinn tíma. Muggur fæddist 1891 á Bíldudal og nam myndlist í Kaupmannahöfn og víðar.

Á morgun, sunnudaginn 19. apríl, mun visir.is streyma heimahelgistund frá Bessastaðakirkju kl. 17.00. Það er sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sem stýrir stundinni ásamt Margréti Gunnarsdóttur, djákna. Ástvaldur Traustason verður við orgelið. Góður gestur kemur sem er Ellen Kristjánsdóttir, söngkona.

Þetta er fjórða heimahelgistundin sem visir.is streymir. 

Útvarpsmessan er frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík og hefst hún kl. 11.00. Prestur er sr. Pétur Þorsteinsson og organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Oddur Sigmunds Báruson leikur á gítar og Nína Richter syngur einsöng.

Kirkjan.is hvetur fólk ennfremur til að fylgjast með helgihaldi á heimasíðum sóknarkirkna sinna og Facebókarsíðum. Helgihaldið er fjölbreytilegt og vandað.

hsh


  • Frétt

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna