Hof í Vopnafirði til leigu

1. maí 2020

Hof í Vopnafirði til leigu

Hof í Vopnafirði - húsið reist 1934 og er í góðu ástandi

Jörðin Hof í Vopnafirði auglýst til leigu

Þjóðkirkjan - Biskupsstofa, auglýsir til leigu jörðina Hof í Vopnafirði, landnr. 156484, sveitarfélaginu Vopnafjarðarhreppi.

Leigusamningur verður ótímabundinn með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti. Miðað er við að leigusamningur sé frá 1. júní 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

Jörðin Hof er talin vera tæplega 1.700 ha. að stærð. Land það, sem leigusamningur mun taka til, er afmarkað á uppdrætti sem mun fylgja leigusamningi og verður hluti hans. Landamerki eru sett fram með fyrirvara. Hlunnindi sem fylgja jörðinni eru undanskilin, þ.m.t. veiðiréttindi í Sunnudalsá og Hofsá svo og sand- og malarnámur og önnur jarðefn. Ekki er gert ráð fyrir að leigutaki reisi varanleg mannvirki á jörðinni eða geri ráðstafanir sem gætu leitt til kaupskyldu leigusala, nema leigusali veiti samþykki sitt skriflega og fyrirfram.

Undanskilið er lóð á jörðinni undir samkomuhús, Staðarholt, alls 4.525fm.

Húsakostur sem fylgir með í leigusamningi:

• Íbúðarhús, 284 fm að stærð, tvær hæðir auk kjallara, útgengt er á stóran sólpall við húsið. Húsið var reist árið 1934. Teikningar af húsinu og ljósmyndir eru aðgengilegar hér.                  
• Á jörðinni stendur hlaða, 144 fm. Hlaðan var reist árið 1985. Hofskirkjugarður nýtir um helming hlöðunnar til geymslu áhalda og tækja. Gert er ráð fyrir að samið verði um afnot leigutaka af hinum hluta hlöðunnar.

Bæði íbúðarhús og hlaða eru í góðu ástandi.

Leigugjald:

Óskað er eftir að áhugasamir leigutakar geri tilboð um fjárhæð mánaðarlegs leigugjalds sem þeir eru reiðubúnir að inna af hendi fyrir hið leigða. Leigugjaldið mun taka breytingum í samræmi við þær breytingar sem verða á byggingarvísitölu frá upphafi leigusamnings. Ef um annað verður ekki samið skal leigugjald innt af hendi mánaðarlega fyrirfram fyrir hvern mánuð í senn, eigi síðar en fyrsta dag þess mánaðar sem greitt er fyrir.

Leigutaki greiðir fasteignagjöld og lögboðnar brunatryggingar af hinu leigða. Fasteignagjöld fyrir árið 2020 eru kr. 654.430 og iðgjöld brunatrygginga 2020 eru kr. 90.204.

Leigutaki setur tryggingu fyrir leigugreiðslum sem nemur að lágmarki sömu fjárhæð og þriggja mánaða leiga við upphaf leigutíma.

Tryggingarféð nær einnig til skemmda sem kunna að verða á hinu leigða og sem leigutaki bæri ábyrgð á gagnvart leigusala ef til kæmi.

Sérstaða Hofs:

Á Hofi stendur Hofskirkja, vígður helgidómur undir stjórn sóknarnefndar Hofskirkju og sóknarprests Hofsprestakalls og þar er jafnframt Hofskirkjugarður undir stjórn kirkjugarðsstjórnar. Fylgir landrými það ekki með í leigunni. Umferðarréttur almennings er að kirkju og garði og réttur til hagnýtingar bifreiðastæða. Leigutaki skal gæta sérstaklega að því að umgengni nálægt kirkjunni og kirkjugarðinum sé góð og snyrtileg og skal jafnframt virða lögmælta friðhelgi kirkju og kirkjugarðs. Leigutaki skal þegar gera réttum aðilum viðvart telji hann líkur á spjöllum á kirkju og/eða garði. Áhersla er að öðru leyti lögð á snyrtimennsku og góða umgengni í hvívetna á Hofi.

Æskilegt er að leigutaki hafi fasta búsetu og lögheimili á Hofi.

Áskilinn er réttur til að óska eftir fjárhagslegum upplýsingum frá umsækjendum svo og meðmælum/umsögnum.

Jörðin, ásamt húsakosti, verður til sýnis eftir nánara samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 10. maí 2020. Umsækjendur sem senda umsóknir eftir það tímamark geta ekki gengi að því að koma til greina við valið.

Fyrirspurnir sendist á netfangið arnor.skulason@kirkjan.is.

Umsóknir skulu sendar í tölvutæku formi á netfangið kirkjan@kirkjan.is.

Annað:

Gerður verður skriflegur leigusamningur við leigutaka þar sem nánar er samið um þau atriði sem greinir í þessari auglýsingu svo og önnur. Ekki verður um ábúð á jörðinni að ræða í skilningi ábúðarlaga, en áskilinn réttur til að láta efnisreglur ábúðarlaga gilda um leigusamning aðila eftir því sem við getur átt. Ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 gilda um leigu íbúðarhússins en ákvæði væntanlegs samningsins að öðru leyti um jörðina.

Jarðareigandi áskilur sér rétt til að taka hluta lands fyrir skógrækt. Gert er ráð fyrir að um það yrði samið við leigutaka.

hsh/bgdb
    Hildur Björk Hörpudóttir

    Sr. Hildur Björk ráðin

    22. nóv. 2024
    ...prestur við Glerárkirkju
    Halldór Bjarki Arnarson

    Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

    22. nóv. 2024
    ... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
    Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

    Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

    21. nóv. 2024
    ...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju