Tvær sóttu um

8. maí 2020

Tvær sóttu um

Egilsstaðakirkja árið 2012 - mynd: Sigurður Árni Þórðarson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru laust til umsóknar starf í Austurlandsprófastsdæmi og rann umsóknarfrestur út 5. maí s.l.

Starfið er tímabundið í eitt ár og æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Starfsvettvangur er Egilsstaða-, Hofs- og Austfjarðaprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi og er hann fjölbreytilegur og margþættur. Áhersla er lögð á barna- og æskulýðsstarf í prófastsdæminu og verða verkefni starfsmannsins mjög svo tengd fræðslumálum.

Í auglýsingu um starfið voru m.a. gerðar kröfur um guðfræði eða djáknamenntun, eða aðra sambærilega menntun og/eða reynslu sem nýtast myndi vel í starfi.

Þær sóttu um starfið

Gunnbjörg Óladóttir, með meistarapróf í guðfræði (MTh)
Berglind Hönnudóttir, með BA-próf í guðfræði.

hsh


  • Barnastarf

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Umsókn

  • Æskulýðsmál

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju