Tvær sóttu um

8. maí 2020

Tvær sóttu um

Egilsstaðakirkja árið 2012 - mynd: Sigurður Árni Þórðarson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru laust til umsóknar starf í Austurlandsprófastsdæmi og rann umsóknarfrestur út 5. maí s.l.

Starfið er tímabundið í eitt ár og æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Starfsvettvangur er Egilsstaða-, Hofs- og Austfjarðaprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi og er hann fjölbreytilegur og margþættur. Áhersla er lögð á barna- og æskulýðsstarf í prófastsdæminu og verða verkefni starfsmannsins mjög svo tengd fræðslumálum.

Í auglýsingu um starfið voru m.a. gerðar kröfur um guðfræði eða djáknamenntun, eða aðra sambærilega menntun og/eða reynslu sem nýtast myndi vel í starfi.

Þær sóttu um starfið

Gunnbjörg Óladóttir, með meistarapróf í guðfræði (MTh)
Berglind Hönnudóttir, með BA-próf í guðfræði.

hsh


  • Barnastarf

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Umsókn

  • Æskulýðsmál

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli