Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson ráðinn

14. maí 2020

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson ráðinn

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru starf héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra laust til umsóknar og rann umsóknarfresturinn út 4. mars sl. Sex sóttu um starfið.

Biskup hefur ráðið í starfið dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson á grundvelli umsagnar matsnefndar og héraðsnefndar. Mun hann hefja störf sem fyrst.

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson er fæddur í Reykjavík árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1999. Þá stundaði hann doktorsnám við guðfræðideild Freiburgarháskóla 1999-2003.

Doktorsprófi í gamlatestamentisfræðum lauk hann frá Háskóla Íslands 4. mars á síðasta ári - sjá hér.

Hann var vígður 25. febrúar 2007 til afleysinga í Setbergsprestakalli.

Þá þjónaði hann sem sóknarprestur í Borgar- og Stafholtsprestaköllum 2018-2019.

Dr. Jón Ásgeir hefur fengist við kennslu bæði í háskólum og menntaskólum. Jafnframt hefur hann unnið við skjalaþýðingar og ýmsu er að þeim lýtur. Hann er með löggildingu sem skjalaþýðandi úr ensku yfir á íslensku.

Kona dr. Jóns Ásgeirs er sr. Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, og eiga þau þrjú börn.

hsh


  • Guðfræði

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju