Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson ráðinn

14. maí 2020

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson ráðinn

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru starf héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra laust til umsóknar og rann umsóknarfresturinn út 4. mars sl. Sex sóttu um starfið.

Biskup hefur ráðið í starfið dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson á grundvelli umsagnar matsnefndar og héraðsnefndar. Mun hann hefja störf sem fyrst.

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson er fæddur í Reykjavík árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1999. Þá stundaði hann doktorsnám við guðfræðideild Freiburgarháskóla 1999-2003.

Doktorsprófi í gamlatestamentisfræðum lauk hann frá Háskóla Íslands 4. mars á síðasta ári - sjá hér.

Hann var vígður 25. febrúar 2007 til afleysinga í Setbergsprestakalli.

Þá þjónaði hann sem sóknarprestur í Borgar- og Stafholtsprestaköllum 2018-2019.

Dr. Jón Ásgeir hefur fengist við kennslu bæði í háskólum og menntaskólum. Jafnframt hefur hann unnið við skjalaþýðingar og ýmsu er að þeim lýtur. Hann er með löggildingu sem skjalaþýðandi úr ensku yfir á íslensku.

Kona dr. Jóns Ásgeirs er sr. Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, og eiga þau þrjú börn.

hsh


  • Guðfræði

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna