Berglind Hönnudóttir ráðin

22. maí 2020

Berglind Hönnudóttir ráðin

Berglind Hönnudóttir, nýr starfsmaður í Austurlandsprófastsdæmi

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru laust til umsóknar starf í Austurlandsprófastsdæmi og rann umsóknarfrestur út 5. maí s.l. Tvær sóttu um starfið. Starfið er tímabundið í eitt ár.

Berglind Hönnudóttir, æskulýðsfulltrúi, hefur verið ráðin. Hún mun hefja störf í sumar.

Starfsvettvangur er Egilsstaða-, Hofs- og Austfjarðaprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi og er hann fjölbreytilegur og margþættur. Áhersla er lögð á barna- og æskulýðsstarf í prófastsdæminu og verða verkefni starfsmannsins mjög svo tengd fræðslumálum.

Starfsmaðurinn í Austurlandsprófastsdæmi  Berglind er fædd í Reykjavík 1994. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum Hraðbraut 2012 og BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2017. Hún hefur margvíslega reynslu af æskulýðsmálum innan þjóðkirkjunnar og utan. Berglind hefur verið æskulýðsfulltrúi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ frá 2018. Hún hefur setið á kirkjuþingi sem fulltrúi kirkjuþings unga fólksins, verið í stjórn ÆSKÞ og ÆSKR. Berglind hefur áhuga á söng, handavinnu, tónlist, ferðalögum og lestri. Sambýlismaður hennar er Baldur Þór Bjarnason og eiga þau tvö börn.

hsh

 

 


  • Barnastarf

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Starf

  • Æskulýðsmál

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.