Berglind Hönnudóttir ráðin

22. maí 2020

Berglind Hönnudóttir ráðin

Berglind Hönnudóttir, nýr starfsmaður í Austurlandsprófastsdæmi

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru laust til umsóknar starf í Austurlandsprófastsdæmi og rann umsóknarfrestur út 5. maí s.l. Tvær sóttu um starfið. Starfið er tímabundið í eitt ár.

Berglind Hönnudóttir, æskulýðsfulltrúi, hefur verið ráðin. Hún mun hefja störf í sumar.

Starfsvettvangur er Egilsstaða-, Hofs- og Austfjarðaprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi og er hann fjölbreytilegur og margþættur. Áhersla er lögð á barna- og æskulýðsstarf í prófastsdæminu og verða verkefni starfsmannsins mjög svo tengd fræðslumálum.

Starfsmaðurinn í Austurlandsprófastsdæmi  Berglind er fædd í Reykjavík 1994. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum Hraðbraut 2012 og BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2017. Hún hefur margvíslega reynslu af æskulýðsmálum innan þjóðkirkjunnar og utan. Berglind hefur verið æskulýðsfulltrúi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ frá 2018. Hún hefur setið á kirkjuþingi sem fulltrúi kirkjuþings unga fólksins, verið í stjórn ÆSKÞ og ÆSKR. Berglind hefur áhuga á söng, handavinnu, tónlist, ferðalögum og lestri. Sambýlismaður hennar er Baldur Þór Bjarnason og eiga þau tvö börn.

hsh

 

 


  • Barnastarf

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Starf

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju