Rás 1: Biskupar á hrakhólum

30. maí 2020

Rás 1: Biskupar á hrakhólum

Biskupsstofa 1807-1823 - hér bjó sr. Geir Vídalín, biskup hinn góði

Kirkjan.is vekur athygli á útvarpsþætti sem endurfluttur verður í fyrramálið, hvítasunnudag, á Rás 1 í Ríkisútvarpinu og heitir: Biskupar á hrakhólum. Er þetta fyrri þáttur af tveimur. Umsjónamaður er Þorgrímur Þráinsson og voru þættirnir fyrst á dagskrá fyrir 25 árum. Þátturinn hefst kl. 7.03. 

Biskupar hafa búið á ýmsum stöðum í Reykjavík, ýmist í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða embættisbústað.

Árið 1806 varð öðlingurinn og góðmennið sr. Geir Vídalín, biskup, gjaldþrota. Hann fluttist frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi og í eitt húsa Innréttinganna, nú Aðalstræti 10. Þar var Hið íslenska biblíufélag meðal annars stofnað árið 1815. Það hús var löngum kallað Biskupsstofa.

Sr. Steingrímur biskup bjó í Lauganesi.

Eftirmaður hans, sr. Helgi G. Thordersen, bjó líka í Laugarnesinu en fékk leyfi 1856 til að flyta í Lækjargötu 4 og var sú gata stundum kölluð Heilagsandastræti því að þar bjuggu þeir biskupinn og dómkirkjupresturinn. Dr. Pétur Pétursson bjó í Austurstræit 16. Sr. Hallgrímur Sveinsson bjó við Vesturgötu 19. Sr. Þórhallur Bjarnason í Laufási við Laufásveg og dr. Jón Helgason í Tjarnargötu 28. Sr. Sigurgeir Sigurðsson bjó í Gimli við Lækjargötu – áður á Sólvallagötu og í Vesturhlíð. Sr. Ásmundur Guðmundsson bjó á Laufásvegi 75.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju