Háskóli og kirkja

15. júní 2020

Háskóli og kirkja

Kapella Háskóla Íslands - prestsefni æfa þar messusöng og fleira

Nýlega var auglýst laus lektorsstaða í kennimannlegri guðfræði, við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Kennimannleg guðfræði fjallar um það er lýtur að starfi presta, kennimanna, á vettvangi kirkju og safnaða. Segja má að greinin snúist um það hvernig guðfræði sem fræðigrein hríslar sig um í verki úti í söfnuðunum – að brúin sé heil þar á milli en ekki með álnarlöngum bilum hér og þar.

Lektorinn á að sinna kennslu og rannsóknum í kennimannlegri guðfræði ásamt öðru.

Milli guðfræði- og trúarbragðadeildar Háskóla Íslands og þjóðkirkjunnar er í gildi samningur um meðal annars kennslu í kennimannlegum fræðum.

Það kemur ekki á óvart að í auglýsingunni segi að æskilegt sé að umsækjendur hafi prestsreynslu.

En aðrar hæfniskröfur eru:

Kröfur
Doktorspróf í guðfræði.
Æskilegt er að umsækjendur búi yfir kennslureynslu á háskólastigi.
Kunnátta og reynsla til að sinna kennslu á sem flestum sviðum kennimannlegrar guðfræði.
Áhersla er lögð á að viðkomandi sé virkur rannsakandi og hafi víðtæka þekkingu á nýjustu, alþjóðlegu rannsóknum á sviði kennimannlegrar guðfræði.
Samstarfs- og samskiptahæfni.
Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.

Sjá nánar hér.

hsh

                                         

 
  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Trúin

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju