Sumarmessur í Garðakirkju

21. júní 2020

Sumarmessur í Garðakirkju

Garðakirkja - sr. Þórhildur Ólafs og Einar Örn Björgvinsson

Það var vaskur hópur sem hóf hjólreiðaferðina í morgun frá Ástjarnarkirkju og Vídalínskirkju þar sem þau fengu fararblessun. Síðan var förinni heitið að Hafnarfjarðarkirkju og þar var sunginn sálmur áður en haldið var að Fríkirkjunni í Hafnarfirði og síðan Víðistaðakirkju.

Þau renndu í hlað á hjólum sínum við Garðakirkju á Álftanesi nokkru fyrir klukkan ellefu en þangað var kominn hópur til að taka þátt í guðsþjónustunni. Veður var einstaklega gott, hlýtt en nokkur gjóla.

Prófasturinn sr. Þórhildur Ólafs tók á móti fólki við kirkjudyr ásamt kirkjuverðinum, Einari Erni Björgvinssyni.

Síðan hófst guðsþjónustan og þjónaði prófastur fyrir altari og prédikaði. Guðmundur Sigurðsson, organisti, var við orgelið en söfnuðurinn söng. Einar Örn Björgvinsson las ritningarlestur.

Aðl lokinni guðsþjónustu var viðstöddum boðið að þiggja hressingu í hlöðunni á Króki sem er bárujárnsklæddur burstabær á Garðaholti. Hann var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. 

Samstarf þessara safnaða er til mikillar fyrirmyndar. Snjallt er að sameina hreyfingu og kristnihald - og að vinna saman að sérstökum verkefnum!

Í allt sumar verður dagskrá í Garðakirkju undir heitinu Sumarmessur og hefjast þær kl. 11.00 hvern sunnudag. Lesa má nánar um það á heimasíðum kirknanna og Facebókarsíðum þeirra.

Margar eru messurnar Og alltaf bætist við messuheitin: hjólreiðamessa, sumarlagamessa, veiðimessa, skátamessa, lögreglumessa, æðruleysismessa, plokkmessa, prjónamessa, Liverpoolmessa, þjóðbúningamessa, lopapeysumessa, mannréttindamessa, Tómasarmessa, skógarmessa, hestamessa - og þannig mætti lengi telja.

hsh

 
Hjólareiðahópurinn við Hafnarfjarðarkirkju


Nokkrir hjólreiðamannanna renna að Garðakirkju á Álftanesi


Dr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Tjarnarprestakalli, sr. Friðrik Hjartar,
og sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli


Þeir höfðu margt að spjalla - sr. Gunnþór Ingason og sr. Bolli Pétur Bollason


Organistinn, Guðmundur Sigurðsson, tekur út stöðuna rétt áður en guðsþjónustan hefst


Hjólunum var lagt snyrtilega við Krók


Boðið var upp á kaffi og kleinu í hlöðunni á Króki

 


  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Frétt

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar