Bækur að gjöf

22. júní 2020

Bækur að gjöf

Gjafabókaborðin eru tvö

Gjafabókaborð hefur verið sett upp á Biskupsstofu í Katrínartúni 4 og mun það standa fram í miðjan september.

Nokkuð hefur verið grisjað í bókasafni Biskupsstofu og bækurnar á gjafabókaborðinu standa gestum og gangandi ókeypis til boða.

Þessar bækur fjalla einkum um trú, kirkju og guðfræði, og eru á sænsku, dönsku og ensku. Nokkrar eru á þýsku. Næsta víst er að áhugasamir finna örugglega eitthvað sem vekur áhuga þeirra.

Þau sem vilja skoða gjafabókaborðið geta haft samband við afgreiðslu Biskupsstofu virka daga frá 10.00-12.00 og 13.00-15.00.

hsh

Hér er dálítið sýnishorn af bókunum:


Fræði Lúthers hin meiri


Bók fyrir áhugafólk um helgisiðafræði


Athyglisverður titill og innihaldið ekki síðra


Skemmtileg pæling - og sígild


Safnaðaruppbygging er sístæð


Fyrstu skrefin í gamlatestamentisfræðum  - ekki þau síðustu


Hugleitt á hverjum degi

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju