Bækur að gjöf

22. júní 2020

Bækur að gjöf

Gjafabókaborðin eru tvö

Gjafabókaborð hefur verið sett upp á Biskupsstofu í Katrínartúni 4 og mun það standa fram í miðjan september.

Nokkuð hefur verið grisjað í bókasafni Biskupsstofu og bækurnar á gjafabókaborðinu standa gestum og gangandi ókeypis til boða.

Þessar bækur fjalla einkum um trú, kirkju og guðfræði, og eru á sænsku, dönsku og ensku. Nokkrar eru á þýsku. Næsta víst er að áhugasamir finna örugglega eitthvað sem vekur áhuga þeirra.

Þau sem vilja skoða gjafabókaborðið geta haft samband við afgreiðslu Biskupsstofu virka daga frá 10.00-12.00 og 13.00-15.00.

hsh

Hér er dálítið sýnishorn af bókunum:


Fræði Lúthers hin meiri


Bók fyrir áhugafólk um helgisiðafræði