Starf upplýsingafræðings laust

26. júní 2020

Starf upplýsingafræðings laust

Upplýsingafræðingur - áður bókasafns- og upplýsingafræðingur

Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að öflugum upplýsingafræðingi í fjölbreytt og krefjandi starf á skrifstofu sína í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf, tímabundið í 6 mánuði, með möguleika á fastráðningu. Miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að gengið hefur verið frá ráðningu.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí - sjá nánar hér.

Þekking og hæfni
Háskólamenntun á sviði upplýsingafræða (áður bókasafns- og upplýsingafræði)
Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
Þekking og reynsla af skjalastjórnarkerfum er nauðsynleg
Þekking á CoreData æskileg
Leyfi til skráningar í Gegni er kostur
Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði.
Kunnátta í norðurlandamáli er æskileg
Helstu verkefni
Skráning, varðveisla og miðlun skjala
Frágangur skjala og eftirfylgni með skráningu
Upplýsingagjöf og notendaaðstoð
Þátttaka í þróun verklagsreglna

Biskupsstofa er skrifstofa biskups Íslands, sem annast starfsmannahald vegna presta þjóðkirkjunnar og stuðningur veittur í starfsmannamálum í sóknum, stofnunum og prófastsdæmum.

Vakin er athygli á breyttri réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, en skv. Viðbótarsamningi milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019 eru starfsmenn Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu ekki lengur opinberir starfsmenn, heldur starfsmenn á almennum vinnumarkaði.

Jafnframt er athygli vakin á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.

hsh

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Umsókn

  • Auglýsing

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi