Nesti inn í sumarfríið

6. júlí 2020

Nesti inn í sumarfríið

Flett upp á Jóhannesi 3.16 - það er vinsælasta biblíuversið - Lúther kallaði það líka litlu Biblíuna

Kirkjan.is fékk þá spurningu hvaða biblíuvers væri vinsælast. Svarið lá ekki í augum uppi því að svo mörg vers komu til greina.

Og hver getur skorið úr um hvað er vinsælast?

Og þó.

Bible-Gateway kemur með tillögur en á þeim vef er hægt að fletta upp í Biblíunni á ýmsum tungumálum og þar á meðal íslensku.

Þau sem standa á bak við þennan vef hafa kannað hvaða biblíuvers eru vinsælust – semsé eftir hvaða versum og hugtökum hefur verið mest leitað að í leitarvél þeirra. Niðurstaðan gefur góða hugmynd og kemur kannski ekki á óvart.

Þau tóku saman hundrað vinsælustu versin.

Kirkjan.is lætur nægja að birta tólf vinsælustu versin að sinni sem gætu verið gott nesti inn í sumarfríið. 

Tólf vinsælustu biblíuversin
1. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóhannes. 3.16)

2. Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. (Jeremía 29.11)

3. Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni. (Rómverjabréfið 8.28)

4. Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. (Filippíbréfið 4.13)

5. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (Fyrsta Mósebók 1.1)

6. Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. (Orðkviðirnir 3.5)

7. Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar. (Orðskviðirnir 3.6)

8. Leitið ekki hefnda sjálf, mín elskuðu, látið reiði Guðs um að refsa eins og ritað er: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Drottinn. (Rómverjabréfið 12.2)

9. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. (Filippíbréfið 4.6)

10. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda 20 og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ (Matteusarguðspjall 28.19)

11. ... því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. (Efesusbréfið 2.8)

12. En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska... (Galatabréfið 5.22)

Gaman væri ef Hið íslenska biblíufélag myndi kanna vinsældir einstakra biblíuversa í gegnum vef sinn.

Heimasíða Hins íslenska biblíufélags er hér. Þar er meira að segja hægt að velja á milli fjögurra biblíuþýðinga, Guðbrandsbiblíu, Viðeyjarbiblíu, Biblíu 1981 og Biblíu 2007.

Einnig má finna þar margvíslegan fróðleik. Neðst á síðunni er hægt að draga mannakorn, það er afar vinsælt.

hsh







  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju