Tvær sóttu um Ólafsfjörð

8. júlí 2020

Tvær sóttu um Ólafsfjörð

Ólafsfjarðarkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir sóknarpresti til Ólafsfjarðarprestakalli, Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 7. júlí.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. september, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Þær sóttu um starfið:

Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. „Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta...“ Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Ólafsfjarðarprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. „Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta...“  og biskup ræður svo í starfið.

Prestakallið og  fyrirvari Í Ólafsfjarðarprestakalli er ein sókn, Ólafsfjarðarsókn. Í prestakallinu eru tvær kirkjur, Ólafsfjarðarkirkja og Kvíabekkjarkirkja. Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og önnur prestaköll innan þess, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing er vörðuðu m.a. Ólafsfjarðarprestakall og sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju