Starf organista laust

20. júlí 2020

Starf organista laust

Fagrar raddir úr orgelpípum...

Heydala- og Stöðvarfjarðar sóknir auglýsa laust til umsóknar starf organista.

Um er að ræða 30% starf.

Menntunarkröfur og starfslýsing

Menntunarkröfur 
Reynsla af kirkjulegu starfi og hæfni í mannlegum samskiptum. Launagreiðslur og önnur kjör miðast við kjarasamning launanefndar þjóðkirkjunnar og FÍO/Organistadeildar FÍH. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2020. Umsóknir berist rafrænt í netföng: manatun48@gmail.com og svandis.ing@gmail.com
Upplýsingar um starfið veita: Ingibjörg Björgvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Stöðvarfjarðarsóknar, í síma: 899 8848 og séra Dagur Fannar Magnússon í síma: 773 6341. 
Starfslýsing
Starf organista í Heydala- og Stöðvarfjarðarkirkjum er 30% starf.
Vinnuveitandur eru sóknarnefndir Heydala- og Stöðvarfjarðarsóknir.
Verkefni organista eru eftirfarandi:
1. Orgelleikur í helgihaldi og safnaðarstarfi.
2. Listræn stjórn tónlistarstarfs safnaðarins.
3. Kórstjórn og tónleikahald.
4. Önnur verkefni í samráði við prest og sóknarnefnd.
Orgelleikur og kórstjórn, eftir því sem við á, í athöfnum (skírn, hjónavígsla, kistulagning, útför).

Greitt er fyrir orgelleik og kórstjórn í athöfnum sérstaklega af beiðendum þjónustunnar í samræmi við gildandi samninga.

Hvað varðar laun og önnur kjör gildir kjarasamningur FÍH Organistadeildar og Launanefndar þjóðkirkjunnar.

Að öðru leyti er vísað til starfsreglna um organista 823/1999 og starfsreglur um sóknarnefndir 1111/2011. 

hsh
  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.