Starf organista laust

20. júlí 2020

Starf organista laust

Fagrar raddir úr orgelpípum...

Heydala- og Stöðvarfjarðar sóknir auglýsa laust til umsóknar starf organista.

Um er að ræða 30% starf.

Menntunarkröfur og starfslýsing

Menntunarkröfur 
Reynsla af kirkjulegu starfi og hæfni í mannlegum samskiptum. Launagreiðslur og önnur kjör miðast við kjarasamning launanefndar þjóðkirkjunnar og FÍO/Organistadeildar FÍH. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2020. Umsóknir berist rafrænt í netföng: manatun48@gmail.com og svandis.ing@gmail.com
Upplýsingar um starfið veita: Ingibjörg Björgvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Stöðvarfjarðarsóknar, í síma: 899 8848 og séra Dagur Fannar Magnússon í síma: 773 6341. 
Starfslýsing
Starf organista í Heydala- og Stöðvarfjarðarkirkjum er 30% starf.
Vinnuveitandur eru sóknarnefndir Heydala- og Stöðvarfjarðarsóknir.
Verkefni organista eru eftirfarandi:
1. Orgelleikur í helgihaldi og safnaðarstarfi.
2. Listræn stjórn tónlistarstarfs safnaðarins.
3. Kórstjórn og tónleikahald.
4. Önnur verkefni í samráði við prest og sóknarnefnd.
Orgelleikur og kórstjórn, eftir því sem við á, í athöfnum (skírn, hjónavígsla, kistulagning, útför).

Greitt er fyrir orgelleik og kórstjórn í athöfnum sérstaklega af beiðendum þjónustunnar í samræmi við gildandi samninga.

Hvað varðar laun og önnur kjör gildir kjarasamningur FÍH Organistadeildar og Launanefndar þjóðkirkjunnar.

Að öðru leyti er vísað til starfsreglna um organista 823/1999 og starfsreglur um sóknarnefndir 1111/2011. 

hsh
  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Tónlist

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju