Starf hjá Glerárkirkju laust

22. júlí 2020

Starf hjá Glerárkirkju laust

Glerárkirkja á Akureyri

Glerárkirkja auglýsir eftir verkefnastjóra fræðslu- og fjölskylduþjónustu.

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra við Glerárkirkju. Hlutverk verkefnastjóra er að stýra æskulýðs- og fjölskyldustarfi kirkjunnar s.s. sunnudagaskóla og fjölskyldumessum, foreldramorgnum og TTT-starfi auk samstarfs við skóla og félagasamtök.

Þá er hluti af starfinu umsjón með sumarnámskeiðum fyrir börn sem haldin eru 2-3 vikur í júní á hverju ári. Verkefnastjóri skal hafa háskólamenntun og starfsreynslu sem nýtast í starfi. Starfshlutfall er 80% og er ráðið í starfið frá 1. sept. 2020.

Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá sóknarpresti sindrigeir@glerarkirkja.is og hjá formanni sóknarnefndar johann.hjaltdal@gmail.com.

Umsóknir skal senda með tölvupósti á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is ásamt sakavottorði. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 2020.

Heimasíða Glerárkirkju

hsh


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi