Fréttatilkynning

30. júlí 2020

Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

Reykjavík 30. júlí 2020

Í ljósi hertra aðgerða ríkisstjórnar Íslands vegna kórónaveirunnar sem herjar á landið og heimsbyggðina, og kynntar voru fyrr í dag, er eftirfarandi tilkynningu komið á framfæri.

Þjóðkirkjan leggur nú sem áður ríka áherslu á að hlíta reglum sóttvarnarlæknis og vera umfram allt samverkamaður yfirvalda í baráttunni gegn þessum vágesti. Allt starf kirkjunnar verður sniðið eftir þeim reglum sem lúta að takmörkunum á samkomuhaldi, samskiptum og nálægð.

Ljóst er athafnir sem hafa mikla þýðingu fyrir fólk, s.s. útfarir, hjónavígslur og skírnir munu þurfa að fara fram með þeim takmörkunum sem þessar hertu aðgerðir hafa í för með sér. Mikill lærdómur ávannst hjá kirkjunni s.l. vetur sem mun vafalaust koma að góðum notum nú.

Það skal tekið fram að fermingar fara fram í haust eins og áætlað var, með því sniði sem reglur og tilmæli almannavarna kveða á um.

Frekari upplýsingar gefur undirritaður.

Pétur G. Markan
Samskiptastjóri biskupsstofu
petur@biskup.is / 6984842




  • Covid-19

  • Fjölmiðlar

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju