Hólahátíð fellur niður

1. ágúst 2020

Hólahátíð fellur niður

Hólahátið 2020 felld niður

Í dag tilkynnti sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, að hin árlega Hólahátíð sem halda átti 16. ágúst n.k. yrði felld niður vegna kórónuveiurfaraldursins. Þó verður messan tekin upp í kirkjunni og útvarpað viku seinna eins og til stóð.

Hólahátíð er jafnan fjölmenn hátíð og því talið ástæðulaust að efna til hennar í ljósi samkomubannsins (fjöldatakmörkunin) sem miðast nú við 100 manns og 2ja metra nálægðarreglu milli fólks sem ekki deilir heimili.

Sr. Solveig Lára segist hafa verið farin að hlakka mikið til hátíðarinnar en til hafi staðið að mikið yrði um dýrðir enda dagskrá hátíðarinnar alltaf vönduð og vegleg. Jafnframt vonast hún til að hitta alla að ári og verði faraldurinn þá vonandi að baki.

Ekki annað hægt „Ég er mjög leið yfir þessu,“ segir sr. Solveig Lára, „en þetta var það eina skynsamlega í stöðunni þó að reglur ráðherrans gildi aðeins til 13. ágúst þá verður að hafa í huga að það er mjög mikill undirbúningur hjá fjölda fólks fyrir svona hátíð og því var ekki annað hægt en að fella hana niður.“

Þessar reglur gilda frá og með deginum í gær, 31. júlí og til 13. ágúst en þá verða þær endurskoðaðar.

Auglýsing heilbrigðismálaráðhera

hsh




  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju