Stutt við Skálholt

4. ágúst 2020

Stutt við Skálholt

Skálholtsdómkirkja

Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju var settur á laggirnar til að afla fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á Skálholtsdómkirkju.

Í Skálholti er að finna menningarverðmæti af margvíslegu tagi.

Sjóðurinn stóð fyrir söfnun á fjármunum fyrir um tveimur árum til að laga steinda glugga, listglugga, Gerðar Helgadóttur, sem eru í kirkjunni. Það verk tókst mjög vel. Einnig kostaði sjóðurinn viðgerð á altaristöflu Nínu Tryggvadóttur. 

Nú blæs stjórn sjóðsins til sóknar og hefur stofnað rafrænan söfnunarbauk en um er að ræða símanúmer 9071020 og þegar hringt er í það gefur viðtakandi kr. 2.000, til sjóðsins.

Formaður stjórnar Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju er Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, og með honum í stjórn eru Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins, og Kristín Ingólfsdóttir, fyrrum rektor Háskóla Íslands. Varastjórn skipa sr. Helga Kolbeinsdóttir, prestur í Digarneskirkju, og Bergþóra Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Skipulagsskrá fyrir Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju

hsh


Steindur gluggi - listgluggi- í Skálholtskirkju


  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Trúin

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju