Stutt við Skálholt

4. ágúst 2020

Stutt við Skálholt

Skálholtsdómkirkja

Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju var settur á laggirnar til að afla fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á Skálholtsdómkirkju.

Í Skálholti er að finna menningarverðmæti af margvíslegu tagi.

Sjóðurinn stóð fyrir söfnun á fjármunum fyrir um tveimur árum til að laga steinda glugga, listglugga, Gerðar Helgadóttur, sem eru í kirkjunni. Það verk tókst mjög vel. Einnig kostaði sjóðurinn viðgerð á altaristöflu Nínu Tryggvadóttur. 

Nú blæs stjórn sjóðsins til sóknar og hefur stofnað rafrænan söfnunarbauk en um er að ræða símanúmer 9071020 og þegar hringt er í það gefur viðtakandi kr. 2.000, til sjóðsins.

Formaður stjórnar Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju er Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, og með honum í stjórn eru Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins, og Kristín Ingólfsdóttir, fyrrum rektor Háskóla Íslands. Varastjórn skipa sr. Helga Kolbeinsdóttir, prestur í Digarneskirkju, og Bergþóra Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Skipulagsskrá fyrir Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju

hsh


Steindur gluggi - listgluggi- í Skálholtskirkju


  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Trúin

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.