Nýr starfsmaður

10. ágúst 2020

Nýr starfsmaður

Ásta Guðrún Beck

Ásta Guðrún Beck hefur verið ráðin til starfa á fasteigna- og lögfræðisvið Biskupsstofu.

Hún er fædd 1971 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996.

Ásta Guðrún starfaði áður hjá Direktu, lögfræðiráðgjöf, einnig hjá Þjóðskrá Íslands. Síðan starfaði hún sem erindreki gagnsæis og samráðs hjá Reykjavíkurborg.

Helstu verkefni hennar verða
Umsýsla um fasteignir og jarðir kirkjunnar
Gerð og yfirlestur ýmissa samninga
Utanumhald um regluverk kirkjunnar og þjónusta við kirkjuþing
Lögfræðiráðgjöf m.a. á sviði persónuverndar, vinnumarkaðsréttar, stjórnsýslu- og upplýsingalaga
hsh
  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.