Tölur og aftur tölur
.jpg?proc=NewsImage)
Margir hafa gaman af því að velta fyrir sér tölum.
Þessir regnþungu og dumbungslegu ágústdagar geta lifnað við þegar ýmsar tölur eru skoðaðar og þær túlkaðar.
Kirkjan.is bendir lesendum sínum á þrennt.
Í fyrsta lagi eru tölur um uppgjör sóknargjalda fyrir 2019. Þar sést vel hver er fjöldi gjaldenda og hvað hver sókn fær greitt í sóknargjöld.
Grafarvogssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fær kr. 113.375.400 og er fjöldi gjaldenda 10.214. Nauteyrararsókn í Vestfjarðarprófastsdæmi kr. 11.100 og þar er fjöldi gjaldenda einn einstaklingur. Nítján sóknir eru með innan við tíu gjaldendur.
Þá eru tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum og þar kemur fram fjölgun og fækkun.
Lokst eru það tölur frá þjóðskrá um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög. Þar kemur fram að í þjóðkirkjunni voru 1. ágúst s.l. skráðir 230.692 einstaklingar eða 62% þjóðarinnar
Vonandi geta einhverjir stytt sér stundir við að rýna í þessar tölur.
Tölur segja alltaf einhvern sannleika en ætíð er mikilvægt að skoða þær í stærra samhengi.
hsh