Öll leggjumst við á eitt

24. ágúst 2020

Öll leggjumst við á eitt

Katrínartún 4 í Reykjavík - biskupsstofa er á þriðju hæðKórónuveirutími veldur ýmsum breytingum á samskiptavenjum fólks bæði á opinberum vettvangi og einkavettvangi.

Öllum er ljóst að mikilvægt er að fara með varkárni þar sem veiran er annars vegar. Daglegar fréttir af smiti segja allt um það sem segja þarf. Eitt smit getur haft mikla röskun í för með sér fyrir einstaklinga, fyrirtækí og stofnanir eins og dæmin sanna. 

Gjarnan hefur það verið svo að fólk leggur leið sína á biskupsstofu ýmissa erinda og ekki síst eftir að skrifstofa biskupsembættisins fluttist í nýtt húsnæði að Katrínartúni 4, Reykjavík, sem margir vilja skoða. En vegna kórónufaraldursins hefur þeim vinsamlegu tilmælum verið beint til vígðra þjóna og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar að takmarka komur sínar á biskupsstofu nema brýna nauðsyn beri til.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, og skrifstofustjóri biskupsstofu, Guðmundur Þór Guðmundsson, rituðu nýverið bréf til starfsmanna kirkjunnar þar sem þau sögðu meðal annars:

„Vegna Covid 19 hefur verið ákveðið að draga tímabundið úr komum fólks á biskupsstofu eins og kostur er. ....
Fundir/samskipti verði annað hvort símafundir - eða fjarfundir. ...
Við vonumst til þess að starfsemi stofunnar komist í eðlilegt horf sem fyrst.“
Svo sannarlega mun gleðin lifna í hjörtum fólks þegar kórónuveirufaraldurinn verður afstaðinn og allt kemst sem næst í hið fyrra horf. En meðan sá tími er ekki kominn er það síminn, tölvupósturinn og fjarfundir sem eiga sviðið að mestu leyti. 

hsh
  • Covid-19

  • Frétt

  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Sóknarnefndir

  • Biskup

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.