Nýr prestur í Stafholt

28. ágúst 2020

Nýr prestur í Stafholt

Sr. Anna Eiríksdóttir

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Stafholtsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 2. júní s.l.

Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu við prestakallið og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Sjö sóttu um starfið.

Kjörnefnd kaus sr. Önnu Eiríksdóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Anna ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Prestakallið
Í Stafholtsprestakalli eru þrjár sóknir, þ.e. Hvammsókn, Norðtungusókn og Stafholtssókn, hver með sína sóknarkirkju.

Þann 1. desember 2019 var heildarfjöldi íbúa í prestakallinu 410 manns. Stafholtsprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi, sem í eru tíu prestaköll.

Prestakallið var auglýst með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing er snertu m.a. Stafholtsprestakall og sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings

Presturinn
Sr. Anna er fædd í Reykjavík 1955 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Hún starfaði um árabil við rekstur fyrirtækis en hóf nám við guðfræðideildina 1991 í BA-námi. Samhliða námi starfaði Anna sem skrifstofustjóri Norrænu eldfjallastöðvarinnar þar sem hún annaðist umsýslu erlendra masters- og doktorsnema í jarðvísindum sem sóttu framhaldsnám til Íslands og frá árunum 2004- 2009. Þá starfaði hún einnig sem skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar HÍ. Meðfram vinnu sótti Anna nám í guðfræðideild Háskóla Íslands og útskrifaðist með guðfræðipróf árið 2011. Anna var vígð til Dalaprestakalls árið 2012 og hefur þjónað þar sem sóknarprestur síðastliðin átta ár. Veturinn 2019-2020 sótt hún diplóma- og sálgæslunám hjá Endurmenntun HÍ og útskrifaðist síðastliðið vor. Anna hefur verið formaður Hallgrímsdeildar, prestafélags Vesturlands, síðustu þrjú ár. Anna á tvö uppkomin börn.

hsh
  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju