Nýr starfsmaður

29. ágúst 2020

Nýr starfsmaður

Anna Lilja Torfadóttir

Þjóðkirkjan-Biskupsstofa auglýsti eftir upplýsingafræðingi á dögunum og rann umsóknarfrestur út 10. júlí s.l. Þetta starf er tímabundið í hálft ár en með möguleika á fastráðningu.

Anna Lilja Torfadóttir, upplýsingafræðingur, hefur verið ráðin. Hún mun hefja störf um miðjan september. 

Hún er fædd 1968 og lauk meistaraprófi í upplýsingafræðum 2017. Jafnframt hefur hún lokið prófi frá Fóstruskóla Íslands, og stundað nám í söng. Anna Lilja er einnig með kennararéttindi og réttindi til að starfa sem leiðsögumaður.

Anna Lilja hefur sinnt ýmsum störfum. Hún hefur verið leikskólakennari, leikskólastjóri og kennari. Hún var skrifstofustjóri grunnskólans í Urriðaholti. Þá hefur hún unnið sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju.

hsh


  • Menning

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju