Nýr starfsmaður

29. ágúst 2020

Nýr starfsmaður

Anna Lilja Torfadóttir

Þjóðkirkjan-Biskupsstofa auglýsti eftir upplýsingafræðingi á dögunum og rann umsóknarfrestur út 10. júlí s.l. Þetta starf er tímabundið í hálft ár en með möguleika á fastráðningu.

Anna Lilja Torfadóttir, upplýsingafræðingur, hefur verið ráðin. Hún mun hefja störf um miðjan september. 

Hún er fædd 1968 og lauk meistaraprófi í upplýsingafræðum 2017. Jafnframt hefur hún lokið prófi frá Fóstruskóla Íslands, og stundað nám í söng. Anna Lilja er einnig með kennararéttindi og réttindi til að starfa sem leiðsögumaður.

Anna Lilja hefur sinnt ýmsum störfum. Hún hefur verið leikskólakennari, leikskólastjóri og kennari. Hún var skrifstofustjóri grunnskólans í Urriðaholti. Þá hefur hún unnið sem kirkjuvörður í Hallgrímskirkju.

hsh


  • Menning

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík