Dagur kærleiksþjónustunnar

5. september 2020

Dagur kærleiksþjónustunnar

Flett í sálmabók á dvalar- og hjúkrunarheimili

Þrennt er efst á blaði hjá öllum sóknum og það er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla

Einu sinni á ári er dagur kærleiksþjónustunnar haldinn til að vekja sérstaklega athygli á ýmsu er snertir þá mikilvægu þjónustu. Sá dagur er á morgun, 6. september, 13da sunnudag eftir þrenningarhátíð

Nú verður augum beint einkum að þjónustu kirkjunnar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þjóðkirkan gerir sér far um að sinna öldruðu fólki og sjúku hvort heldur það dvelst heima hjá sér eða á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Það er mikilvæg þjónusta og vel þegin. 

Rás eitt kl. 11. 00 
Útvarpað verður frá guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju á degi kærleiksþjónustunnar. Sr. Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, prédikar en sóknarpresturinn sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Elísabet Gísladóttir, djákni, kynnir starf kirkjunnar á hjúkrunarheimilum. Við orgelið er Friðrik Vignir Stefánsson. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Þá lesa lestra dagsins þau dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Kirkjubænin er lesin af dr. Gunnlaugi og Steinunni Einarsdóttur.

hsh


Aðgengi fyrir fólk í hjólastólum og með göngugrindur
er til fyrirmyndar í Seltjarnarneskirkju 


Altari Seltjarnarneskirkju

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík