Sagan í myndum

6. september 2020

Sagan í myndum

Krossinn vígður árið 1963, sr. Sigurbjörn Einarsson, þá biskup Íslands, er 52ja ára, og dr. Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður og síðar forseti Íslands, 47 ára. Takið eftir að sá síðarnefndi heldur á upptökutæki og ber hljóðnema að biskupnum. Mynd: Ljósmyndasafn Akraness

Öll höfum við leitað einhvers og ekki fundið það. En í sömu leit finnst það sem maður leitar ekki að og þá gleymist það sem maður leitaði að. Gleðst yfir fundi sem er jafnvel miklu skemmtilegri heldur en það sem maður leitaði fyrst að og fann ekki.

Það er skemmtileg og dularfull leit. Og hún tekur aldrei enda. Er leitin endalausa sem bindur marga lausa enda þegar öllu er á botninn hvolft. 

Kirkjan.is fann í slíkri leit myndir frá því þegar myndarlegur trékross var settur upp í Biskupsbrekku árið 1963. Þetta eru sögulegar myndir eins og sést hér með fréttinni og eru birtar að fengnu leyfi frá Ljósmyndasafni Akraness. Þetta var skemmtilegur fundur enda þótt myndirnar hafi ekki verið í sjálfu sér týndar heldur í tryggri vörslu þeirra Skagamanna.

Kirkjan.is hefur sagt nokkuð frá ýmsum viðburðum í kringum 300. ártíð Jóns biskups Vídalíns (1666-1720).

Nýi krossinn í Biskupsbrekku hefur vakið nokkra athygli og sérstaklega minningarsteinn um meistara Vídalín sem Páll Guðmundsson á Húsafelli gerði.

Það hefur komið fram að trékross - nánar til tekið úr eik - var settur upp 1963 í Biskupsbrekku og minningarsteinn við hann. Sá kross brast undan snjóþunga og síðar var settur álkoss í hans stað. Ekki er vitað hver gerði það.

Myndirnar tala sínu máli og sýna vaska menn að störfum. Myndirnar tók Garðar Sigmundur Jónsson.


Talið frá vinstri: Biskup Íslands, séra Sigurbjörn Einarsson (1911-2008), sem vígði krossinn,
Karl Auðunsson (1907-1981), bifreiðarstjóri á Akranesi, Jón Sigmundsson (1893-1982), sparisjóðsgjaldkeri og gjaldkeri sóknarnefndar, sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur (1901-1995), og dr. Kristján Eldjárn (1916-1982), þjóðminjavörður (þeir báðir í hvarfi við krossinn), Ingi Guðmonsson (1902-1992), skipasmiður á Akranesi (smíðaði krossinn) og sr. Jón M. Guðjónsson (1905-1994).
Mynd: Ljósmyndasafn Akraness.

 


Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, 8. október 1963 við krossinn sem reistur var til minningar
um meistara Jón Vídalín í Biskupsbrekku við Hallbjarnavörður á Kaldadal en þar lést hann 1720.
Mynd: Ljósmyndasafn Akraness.


Krossinn vígður 8. október 1963, sr. Sigurbjörn Einarsson, þá biskup Íslands, er 52ja ára,
og dr. Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður og síðar forseti Íslands, 47 ára.
Takið eftir að sá síðarnefndi heldur á upptökutæki og ber hljóðnema að biskupnum.
Skyldi þessi upptaka vera einhvers staðar til?
Mynd: Ljósmyndasafn Akraness.

Biskupinn flutti ávarp og las svo valda kafla úr prédikunum meistara Vídalíns  - svona sagði Morgunblaðið frá þessum viðburði 10. október 1963:

Í Kirkjuritinu frá 1. nóvember 1963 mátti lesa þessa klausu:

hsh 

 

 

    Logo.jpg - mynd

    Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

    06. maí 2025
    Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
    Sr. Karen Hjartardóttir

    Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

    05. maí 2025
    ...í Setbergsprestakall
    Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

    Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

    01. maí 2025
    Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.