Græna stúdíóið flýgur áfram

11. september 2020

Græna stúdíóið flýgur áfram

Dúnurt - falleg og viðkvæm eins og margt í náttúrunni

Græna stúdíóið er rétt nýbyrjað og annar þáttur farinn í loftið. Stúdíóið er grænt hlaðvarp þar sem fjallað er um umhverfismálin frá ýmsum hliðum í grænum september á tímabili sköpunarinnar í þjóðkirkjunni.

Það er Einar Karl Haraldsson sem stjórnar umræðum og viðmælendur hans að þessu sinni eru þau sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og frumkvöðull Hringborðs norðurslóða.

Þau koma víða við en umræðuefnið er fyrst og fremst erindi kirkjunnar og trúarleiðtoga inn á vettvang umhverfis-og loftslagsmála í okkar heimshluta. Og hvernig þau tengsl og nýju verkefni sem skapast hafa við þátttöku þjóðkirkjunnar í Hringborði norðursins hafa haft áhrif á kirkjuna.

Hlustendur verða ekki fyrir vonbrigðum. Þátturinn er hinn hressilegasti og ekkert gefið eftir. 

ekh/hsh


Sr. Agnes, Einar Karl, og dr. Ólafur Ragnar

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík