Yfirlýsing frá biskupi Íslands og vígslubiskupum

15. september 2020

Yfirlýsing frá biskupi Íslands og vígslubiskupum

Sr. Solveig Lára, sr. Agnes og sr. Kristján
Yfirlýsing

15. september 2020

Gestur var ég og þér hýstuð mig

Að gefnu tilefni í ljósi fyrirhugaðs brottreksturs íslenska ríkisins á egypskri fjölskyldu frá Íslandi. Það er áhyggjuefni hversu langur málsmeðferðartími barnafjölskyldna er sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi.

Við tökum undir áhyggjur Rauða kross Íslands sem segir m.a. í yfirlýsingu um sama mál: 

„Einn megintilgangurinn með setningu ákvæða um tímafresti er að tryggja umsækjendum ákveðna vernd þegar afgreiðsla umsókna þeirra dregst úr hófi fram. Almennt er fólk sammála um að óhóflegur dráttur á afgreiðslu umsókna sé til þess fallinn að skaða hagsmuni umsækjenda enda augljóst að langvarandi óvissa um framtíðaráform, dvalarstað og öryggi getur haft verulega neikvæð áhrif á heilsu og velferð einstaklinga. Þá er það almennt viðurkennt að þessum sjónarmiðum sé gefið ríkara vægi við ákvarðanatöku er varða börn.“

Kristin trú hvetur okkur til að standa vörð um mannlegt líf og hvetur einnig til gestrisni og umhyggju fyrir öllum mönnum. Öll eigum við rétt á mannhelgi og vernd þegar að henni er sótt.

Í stjórnarskrá lýðveldisins segir: „Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“

Þessi stjórnarskrárvarða regla um börn er útfærð með barnalögum, barnaverndarlögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í öllum þessum lögum segir að hagsmunir barna skuli ráða för þegar ákvarðanir í málum sem þeim tengjast eru teknar.

Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.

Með von í bæn okkar,

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum
Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti
  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju