Vídalín settur á ís

22. september 2020

Vídalín settur á ís

Meistari Jón Vídalín, Skálholtsbiskup, þrykktur í stein. Páll Guðmundsson á Húsafelli er höfundur verksins

Fyrirhuguðu málþingi um meistara Jón Vídalín sem halda átti nú í Þjóðarbókhlöðunni á laugardaginn 26. september hefur verið frestað.

Nú hefur verið tekin upp grímuskylda í Þjóðarbókhlöðunni og var því talið nauðsynlegt að bregðast við henni með því að skjóta málþinginu á frest. Nánar verður tilkynnt um það síðar. Kórónuveirufaraldurinn truflar margt í samfélaginu eins og fólki er kunnugt um og er meistari Vídalín ekki þar heldur undanskilinn. 

Málþingið verður haldið síðar
Í síðasta mánuði kom út ævisaga Jóns Vídalín í einu bindi og ritverk hans í öðru. Ævisöguna ritaði dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, og tók sömuleiðis saman ritin í öðru bindinu. Það var Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar sem gaf verkið út. Tilefnið er 300. ártíð Jóns Vídalín Skálholtsbiskups (á árunum 1698-1720). Þetta er tilefni málþings í Þjóðarbókhlöðunni sem Guðfræðistofnun H.Í., og Biskupsstofa munu standa að síðar. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu meistari Vídalín, ævisaga hans og útgáfa á ritverkum hans.
hsh
  • Guðfræði

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Frétt

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.