Vídalín settur á ís

22. september 2020

Vídalín settur á ís

Meistari Jón Vídalín, Skálholtsbiskup, þrykktur í stein. Páll Guðmundsson á Húsafelli er höfundur verksins

Fyrirhuguðu málþingi um meistara Jón Vídalín sem halda átti nú í Þjóðarbókhlöðunni á laugardaginn 26. september hefur verið frestað.

Nú hefur verið tekin upp grímuskylda í Þjóðarbókhlöðunni og var því talið nauðsynlegt að bregðast við henni með því að skjóta málþinginu á frest. Nánar verður tilkynnt um það síðar. Kórónuveirufaraldurinn truflar margt í samfélaginu eins og fólki er kunnugt um og er meistari Vídalín ekki þar heldur undanskilinn. 

Málþingið verður haldið síðar
Í síðasta mánuði kom út ævisaga Jóns Vídalín í einu bindi og ritverk hans í öðru. Ævisöguna ritaði dr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, og tók sömuleiðis saman ritin í öðru bindinu. Það var Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar sem gaf verkið út. Tilefnið er 300. ártíð Jóns Vídalín Skálholtsbiskups (á árunum 1698-1720). Þetta er tilefni málþings í Þjóðarbókhlöðunni sem Guðfræðistofnun H.Í., og Biskupsstofa munu standa að síðar. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu meistari Vídalín, ævisaga hans og útgáfa á ritverkum hans.
hsh
  • Guðfræði

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju