Laust starf í Skálholti

25. september 2020

Laust starf í Skálholti

Fallegur haustdagur í Skálholti

Skálholtsstaður er kirkju- og menningarmiðstöð. 

Nú leitar Skálholtsstaður eftir framkvæmdastjóra sem mun gegna lykilhlutverki í að byggja upp starfsemina á Skálholtsstað til framtíðar. Hlutverk hans verður meðal annars að kynna Skálholtsstað í ljósi helgi, sögu, tónlistarlífs og fræðslu með því að efla námskeiðs-, kyrrðardaga-, tónleika-, funda- og ráðstefnuhald og gera Skálholt að eftirsóknarverðum stað til að sækja heim.

Þessi einstaklingur verður að vera öflugur og búa yfir þekkingu og reynslu til að leiða daglegan rekstur Skálholtsstaðar í samræmi við stefnu og markmið stjórnar Skálholts.

Hér er hægt að sækja rafrænt um starfið. 

Í auglýsingunni kemur þetta meðal annars fram:

Helstu verkefni og ábyrgð
• Hefur umsjón með daglegum rekstri Skálholtsstaðar
• Aflar verkefna og skipuleggur dagskrá í Skálholti
• Hefur umsjón með kynningar- og markaðsmálum
• Annast móttöku gesta og veitir upplýsingar
• Annast starfsmannamál og stýrir samráðsfundum
• Ber ábyrgð á fjármálum, gerð fjárhagsáætlana og undirbúningi stjórnarfunda
• Annast önnur þau verkefni sem stjórnin felur framkvæmdastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Afburða samstarfs- og samskiptahæfni, auðmýkt og heilindi
• Gott vald á íslensku máli, ensku og fleiri tungmálum
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi

Í auglýsingunni segir ennfremur: „Skálholt er einn merkasti og helgasti menningar- og sögustaður Íslands og þar hefur verið biskupssetur síðan 1056 og skóli um aldir. Í Skálholti er lögð rækt við helgihald, tónlist og tónleikahald, kyrrðardaga, menningar- og sögutengda viðburði, námsskeið, vinnufundi og ráðstefnur. Auk þess er þar rekin gisti- og ferðaþjónusta en sá rekstur er í höndum þriðja aðila. Skálholt er fjölsóttur ferðamannastaður og er ríkur af sögu, minjum, náttúrufegurð og útivistarsvæðum. Unnið er eftir metnaðarfullri umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.“

Bent er á heimasíðu Skálholts, þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið mannaudur@biskup.is

Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis miðvikudaginn 30. september 2020.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

hsh

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Umsókn

  • Frétt

Kristján Björnsson vígslubiskup

Vígslubiskup prédikar í Eyjamessu

22. jan. 2025
...í Bústaðakirkju
Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR
Seljakirkja í Breiðholti

Laust starf prests

21. jan. 2025
...við Seljaprestakall