Prestsvígsla í Dómkirkjunni

25. september 2020

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

Dómkirkjan í Reykjavík á fallegum haustdegi

Sunnudaginn 27. september mun sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja Guðrúnu Eggerts Þórudóttur, mag. theol., til Ólafsfjarðarprestakalls.

Vígsluathöfnin hefst kl. 11.00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. 

Vígsluvottar verða: Séra Elínborg Sturludóttir, sem þjónar fyrir altari, séra Sigurður Grétar Helgason, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor.

Athöfnin er öllum opin og að sjálfsögðu er öllum reglum sóttvarnayfirvalda fylgt hvað snertir fjarlægðartakmörk og sprittun.

Sjá nánar á kirkjan.is: Nýr prestur í Ólafsfirði

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Starf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni