Starf við dagsetur laust

25. september 2020

Starf við dagsetur laust

Þríhyrningur, tákn heilagrar þrenningar, tjald og skjól - steindir gluggar í Grensáskirkju

Hjálparstarf kirkjunnar auglýsir eftir verkefnisstýru fyrir opið hús fyrir konur sem verður rekið í anda hugmyndfræði um skaðaminnkandi nálgun

Verkefnisstýra leiðir starf fyrir konur sem ekki eiga í örugg hús að venda á daginn. Um er að ræða fullt starf. Starfsemi í opnu húsi á að vera í gangi mánudaga til föstudaga. Markmiðið er að mæta hverri og einni þar sem hún er stödd af virðingu og kærleika. Gengið er út frá því að konurnar sjálfar taki þátt í að móta starfið.

Reiknað er með verkefnisstýru í fullu starfi .

Verkefnisstýra

Helstu verkefni

Móta og leiða starf í opnu húsi fyrir konur
Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf
Meta félagslegar aðstæður, veita ráðgjöf og stuðning
Einstaklingsbundin virkniúrræði
Samstarf við stofnanir og fagaðila
Þáttaka í kynningu á starfinu

Hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og hlýleiki
Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar

Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir sendist á netfangið: starf@help.is. Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.

Nánari upplýsingar: Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri, help@help.is og Vilborg Oddsdóttir umsjónarmaður innanlandsstarfs, vilborg@help.is. Sími 528 4400.

hsh

  • Kærleiksþjónusta

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju