Forstöðustarf laust

29. september 2020

Forstöðustarf laust

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa í Háteigskirkju í Reykjavík

Kirkjuráð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir annars vegar sérhæfða þjónustu í fjölskyldumálum á grundvelli kristinna lífsgilda og hins vegar handleiðslu presta og annarra starfsmanna kirkjunnar.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Um fullt starf til framtíðar er að ræða og er miðað við að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að gengið hefur verið frá ráðningu.

Fjölskylduþjónustan starfar á grundvelli starfsreglna kirkjuþings um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, nr. 951/2009 og er sérstök áhersla lögð á að skv. 4. grein reglnanna er gerð krafa um að forstöðumaður sé prestur með sérmenntun á starfssviði Fjölskylduþjónustunnar.

Starfstöð er í Reykjavík, en starfinu fylgja ferðalög út á land.

Starfssvið og verkefni
• Forstöðumaður verður hluti af teymi starfsmanna í Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og mun stýra teyminu.
• Forstöðumaður ber ábyrgð á stefnumótum Fjölskylduþjónustunnar hvað varðar fjölskyldu, para og einstaklingsmeðferð, sem og handleiðslu presta og annars starfsfólks kirkjunnar.
• Forstöðumaður er leiðandi í áfengis- og vímuvarnarstefnu kirkjunnar.
• Forstöðumaður skipuleggur og sinnir fræðslu til starfsmanna kirkjunnar hvað varðar sálgæslu og handleiðslu.
• Forstöðumaður sinnir einnig einstökum viðtölum og meðferðum auk tilfallandi verkefna sem falla undir verksvið viðkomandi.
 
Verkefni eru mjög fjölbreytt og margþætt og reynir mikið á skipulagshæfni og samskiptahæfileika.

Þekking og hæfni
• Mag.theol eða MA-gráða í guðfræði eða sambærileg menntun
• Viðbótarmenntun í fjölskyldumeðferðarfræðum og handleiðslu og reynsla á þessum sviðum.
• Haldgóð reynsla af stjórnun er æskileg • Almenn tölvuþekking
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Mikil skipulagsfærni
• Sveigjanleiki til að taka að sér ýmis tilfallandi verkefni

Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis sunnudaginn 11. október 2020.

Sækja ber rafrænt um starfið á vef þjóðkirkjunnar. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um starfið.

Umsækjendur þurfa að gera skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Vakin er athygli á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og eru bæði kynin hvött til að sækja um starfið.

Vakin er athygli á breyttri réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, en skv. viðbótarsamningi milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019 eru starfsmenn Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu ekki opinberir starfsmenn, heldur starfsmenn á almennum vinnumarkaði.

hsh


  • Frétt

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Trúin

  • Umsókn

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju