Fjölgar á grænni leið

30. september 2020

Fjölgar á grænni leið

Þorláksbúð í Skálholti

Grænn söfnuður er heiti á umhverfsvænni hreyfingu innan kirkjunnar ef svo má segja. Mörg verkefni bíða hennar þegar horft er til framtíðar.

Hvað er grænn söfnuður?

Það eru 264 sóknir (söfnuðir) í landinu og þær eru misfjölmennar. Nú hafa 14 sóknir hafið hina grænu vegferð og tvær þeirra eru komnar í mark, eru græn kirkja. Enn er augljóslega langt í land og nú verða sóknir að taka sig á. Að auki er Biskupsstofa á grænni leið, ein af starfsstöðvum kirkjunnar, eins og sagt er.

Þessar sóknir hafa náð í mark: Árbæjarsókn og Grafarvogssókn.

Þessar eru á grænni leið:

Bessastaðasókn
Breiðholtssókn
Digranessókn
Hallgrímssókn
Háteigssókn
Hjallasókn
Keflavíkursókn
Kópavogssókn
Langholtssókn
Lágafellssókn
Nessókn
Kópavogssókn
Selfosssókn
Vídalínssókn

Biskupsstofa

Föstudaginn 2. október verður efnt til örþings grænna safnaða í Skálholti undir yfirskriftinni:

Grænir söfnuðir – örþing og helgun lands í Skálholti föstudaginn

Dagskrá þingsins verður sem hér segir:

Kl. 14.00 Komið í Skálholt. Gróðursetning.
Kl. 15.30 Kaffi og Örþing grænna safnaða í Skálholti. Kynning á kolefnismælingum í kirkjustarfi.
Kl. 17.30 Léttur kvöldverður, súpa og brauð.

Sóttvarnareglna gætt í hvívetna.

Tilgangur þessa örþings er fyrst og fremst sá að fólk hittist og beri saman bækur sínar. Þá fá söfnuðir og tækifæri til að kolefnisjafna starf sitt með því að gróðursetja í Skálholti. Kolefnismæling segir til um hve mikið þurfi að kolefnisjafna. 

Auk hinna Grænu safnaða, og þeirra sem eru á grænni leið, þá hafa margir söfnuðir byrjað að huga að umhverfismálum í sinum ranni.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju