Nýr biskup á Grænlandi

8. október 2020

Nýr biskup á Grænlandi

Sr. Paneeraq Siegstad Munk, nýr biskup á Grænlandi

Það var sr. Paneeraq Siegstad Munk, sem valin var til að gegna embætti biskups á Grænlandi – sem heitir formlega Grænlandsstifti. Hún tekur við af sr. Sofie Petersen sem lætur af embætti fyrir aldurssakir, hún varð biskup árið 1995. Um þetta má lesa í dönskum og grænlenskum fréttamiðlum í gær og í dag. 

Sr. Paneeraq er 43 ára gömul og kemur frá Attu. Hún lauk BA-prófi í guðfræði frá Ilisimatusarfik og var vígð að því loknu til prests. Hún þjónaði víða sem prestur á Grænlandi og varð prófastur. Árið 2017 lauk hún svo kandídatsprófi í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Sr. Paneeraq hefur verið formaður Prestafélags Grænlands.

Þau voru fjögur sem höfðu áhuga á biskupsembættinu: Sr. John Johansen, dómprófastur, sr. Paneeraq Siegstad Munk, prófastur á Suður-Grænlandi, sr. Hans Jörgen Dinesen, prestur í Upernavik og sr. Henriette Have, prestur í Qasigiannguit.

Óljóst er hvenær sr. Paneeraq verður vígð til biskupsembættisins en hún mun hefja störf 1. desember.

Grænlandsstifti er víðáttumesta biskupsumdæmi dönsku þjóðkirkjunnar. Það hefur líka þá sérstöðu að nær allir íbúar þess tilheyra dönsku þjóðkirkjunni og standa þétt við bak hennar. Í biskupskosningunum lá það í loftinu að nýi biskupinn yrði að vera grænlenskur og tala grænlensku.

Heimasíða grænlenska útvarpsins

Grænlandstifti

Kristeligt Dagblad/hsh
  • Menning

  • Samfélag

  • Erlend frétt

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar