19. október 2020
Hafnarfjarðarprestakall laust
Hafnarfjarðarkirkja - mynd tekin við vorhátíð barnastarfsins - kirkjan vígð 20. desember 1914 - Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917) teiknaði
Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.
Kjörnefnd Hafnarfjarðarprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.
Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og önnur prestaköll innan þess, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila.
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Hafnarfjarðarprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
Vakin er athygli á breyttri réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, þar með talið presta, sbr. viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019. Samningurinn hefur í för með sér breytingar á 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í umræddri grein voru prestar þjóðkirkjunnar tilgreindir sem embættismenn ríkisins. Eftir breytinguna eru prestar almennir starfsmenn Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu.
Nánari upplýsingar um starfið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar hjá sr. Þórhildi Ólafs, í síma 694-8655 og á Biskupsstofu, sími 528-4000, eða mannaudur@biskup.is.
Sjá nánar hér.
hsh
Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2020, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis mánudaginn 9. nóvember 2020.
Prestakallið
Í Hafnarfjarðarprestakalli er ein sókn, Hafnarfjarðarsókn með um átta þúsund sóknarbörn. Í prestakallinu er ein kirkja, Hafnarfjarðarkirkja. Kirkjan er vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og er allur aðbúnaður og aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Gróskumikið starf er unnið innan kirkjunnar og má þarf nefna barna- og unglingastarf sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Sjá nánar þarfagreiningu prestakallsins hér.
Í Hafnarfjarðarprestakalli er ein sókn, Hafnarfjarðarsókn með um átta þúsund sóknarbörn. Í prestakallinu er ein kirkja, Hafnarfjarðarkirkja. Kirkjan er vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og er allur aðbúnaður og aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Gróskumikið starf er unnið innan kirkjunnar og má þarf nefna barna- og unglingastarf sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Sjá nánar þarfagreiningu prestakallsins hér.
Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.
Kjörnefnd Hafnarfjarðarprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.
Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og önnur prestaköll innan þess, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila.
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Hafnarfjarðarprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
Vakin er athygli á breyttri réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, þar með talið presta, sbr. viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019. Samningurinn hefur í för með sér breytingar á 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í umræddri grein voru prestar þjóðkirkjunnar tilgreindir sem embættismenn ríkisins. Eftir breytinguna eru prestar almennir starfsmenn Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu.
Nánari upplýsingar um starfið, starfskjör og helstu lög og reglur sem um starfið gilda eru veittar hjá sr. Þórhildi Ólafs, í síma 694-8655 og á Biskupsstofu, sími 528-4000, eða mannaudur@biskup.is.
Sjá nánar hér.
hsh