Framkvæmdastjóri Skálholts

21. október 2020

Framkvæmdastjóri Skálholts

Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar

Fyrir nokkru auglýsti Skálholtsstaður eftir framkvæmdastjóra og rann umsóknarfrestur út 30. september s.l. Alls sóttu 36 um starfið. 

Stjórn Skálholts ákvað að ráða Herdísi Friðriksdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Skálholtsstaðar. Hún er fædd í Stykkishólmi árið 1969. Herdís er skógfræðingur að mennt bæði frá Noregi og Danmörku. Auk þess hefur hún lokið meistaranámi í verkefnisstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. 

Frá 2017 hefur Herdís rekið eigið fyrirtæki, Understand Iceland sem framkvæmdastjóri. Fyrirtækið sérhæfir sig í fræðsluferðum fyrir háskólanemendur og fróðleiksfúsa N-Ameríkana.

Þar á undan starfaði Herdís sem verkefnastjóri Sesseljuhúss, umhverfisseturs á Sólheimum, og fyrr sem sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Herdís er gift Einari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, og eiga þau tvær dætur.

Herdís og Einar eru sveitungar Skálholtsstaðar og búa með fjölskyldu sinni í Reykholti.

hsh
  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Trúin

  • Frétt

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar