Áttatíu ára gömul sókn

25. október 2020

Áttatíu ára gömul sókn

Hallgrímskirkja í Reykjavík

Hallgrímssókn í Reykjavík var stofnuð árið 1940. Þess verður minnst í útvarpsmessu í Ríkisútvarpinu nú í dag kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og dr. Sigurður Árni Þórðarson, prédikar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Söngstjóri er Hörður Áskelsson.

Hallgrímssókn varð til með lögum nr. 76/1940 og tekin út úr Reykjavíkursókn.

Fjögur prestaköll urðu til í Reykjavík árið 1940 og hvert þeirra með einni sókn, Dómkirkjuprestakall (áður Reykjavíkurprestakall), Hallgrímskirkjuprestakall, Laugarnesprestakall og Nesprestakall. Þessar sóknir fagna því líka áttatíu ára afmæli sínu á þessu ári.

Hallgrímssókn var húsnæðislaus fyrstu árin og var því leitað til hinnar öldnu kirkju, Dómkirkjunnar, með húsnæði sem og Fríkirkjunnar við Tjörnina. Það stóð ekki lengi og var fengið inni í Austurbæjarskólanum. Messur voru gjarnan tvisvar á hverjum sunnudegi, kl. 11.00 og kl. 17.00. Kapellan undir kór Hallgrímskirkju var vígð 5. september 1948 og þar fór helgihaldið fram uns suðursalur í Hallgrímskirkju var vígður 27. október 1974. Kirkjan sjálf var svo vígð 26. október 1986.

Fyrstu tveir prestar Hallgrímssóknar voru þeir sr. Sigurbjörn Einarsson og sr. Jakob Jónsson, og fengu þeir veitingu fyrir kallinu í janúar 194,1 enda tóku lög nr. 76/1940 þá gildi. Fyrsti sóknarnefndarformaðurinn var hinn kunni verslunarmaður, Sigurbjörn Þorkelsson, kenndur við Vísi.

hsh


Bænastjaki í Hallgrímskirkju og Kristsstytta


  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli