Siðbótarbrauð með sultu

31. október 2020

Siðbótarbrauð með sultu

Siðbótarbrauðið er vinsælt á þessum degi - minnir á Lúthersrósina

Í dag, 31. október, er siðbótardagurinn. Hann er haldinn hátíðlegur í dag og í sunnudagsguðsþjónustum á morgun í kirkjum mótmælenda víða um heim, einkum þeim sem kenna sig við Martein Lúther.

Þess er minnst að 31. október 1517, kvöldið fyrir allraheilagramessu, þá hóf Marteinn Lúther mótmæli sín gegn hinni rómversk-kaþólsku kirkju og hleypti með því hressilegu lífi í þá hreyfingu sem kölluð er siðbót. Mörgum er enn í fersku minni 500 ára afmæli siðbótarinnar sem haldið var upp á fyrir þremur árum.

Siðbótardagurinn er sérstaklega áberandi í Þýskalandi, en þar er hann víða rauður dagur, þ.e. löggiltur frídagur. Í þeim hlutum Þýskalands þar sem kirkjudeildir mótmælenda – sem í Þýskalandi og annars staðar á hinu þýska málsvæði kalla sig evangelíska – eru í meirihluta, eru flestar búðir lokaðar og þegar siðbótardaginn ber upp á virkan dag, gefa skólar og aðrar stofnanir frí. Þetta á við um stóran hluta Þýskalands, þ. e. sambandslöndin Saxland, Þýringjaland, Brandenburg, Sachsen-Anhalt, Niedersachsen, Schleswig-Holstein, Mecklenburg-Vorpommern, Brimaborg og Hamborg.

Í Saxlandi, því svæði þar sem Lúther hóf baráttu sína, má kaupa svokölluð siðbótarbrauð (Reformationsbrötchen) sem er bakkelsi með sultu í miðjunni, í laginu eins og blóm, og á að minna á Lúthersrósina. Siðbótardagurinn er einnig löggiltur frídagur í Chile og Slóveníu.

Mótmælendakirkjur Þýskalands eru í óðaönn að undirbúa hátíðahöld morgundagsins þar sem siðbótardagurinn verður haldinn hátíðlegur í guðsþjónustum með ýmsum hætti. Heimsfaraldurinn setur auðvitað svip sinn á daginn en í Þýskalandi hefur viðbúnaður verið aukinn undanfarna daga. Evangelískir söfnuðir láta þó ekki deigan síga. Bæði er boðið upp á guðsþjónustur með takmörkuðum fjölda þátttakenda þar sem kirkjugestir hafa þurft að skrá þátttöku sína með nokkurra daga fyrirvara en líka getur fólk fylgst með dagskrá kirknanna í gegnum streymi

hsh


Girnilegt siðbótarbrauð fyrir miðju

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju