Samfélag í skugga kórónuveiru

1. nóvember 2020

Samfélag í skugga kórónuveiru

Merki (innsigli) biskupsembættisins - sr. Karl Sigurbjörnsson teiknaði - mynd: hsh

Undanfarnar vikur hefur staðan í glímunni við kórónaveiruna versnað og stjórnvöld hafa því gripið til hertra aðgerða sem móta munu samfélagið næstu vikurnar. Kirkjustarf mun þurfa að laga sig að þessum breyttu aðstæðum eins og áður.

Að þessu tilefni ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, bréf til presta, djákna, sóknarnefnda og útfararstjóra 30. október s.l. Tilefni þess voru hertar sóttvarnareglur sem gefnar voru út þann sama dag og tækju gildi frá og með siðbótardeginum, 31. október og stæðu til 17. nóvember.

Reglurnar ná til landsins alls og fjöldatakmörkun er hert. Nú mega aðeins tíu einstaklingar koma saman og tekur það til opinberra rýma sem og einkarýma. Skylt er að nota grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarreglu milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Í bréfi biskups segir meðal annars: 
...allt starf þar sem fólk safnast saman fellur niður
- Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna.
- Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar.
- Heimild er fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
- Guðsþjónustur fara ekki fram nema í gegnum fjarfundabúnað.
- Fermingarstarf fer ekki fram nema í gegnum fjarfundabúnað.
- Sunnudagaskóli og annað barnastarf fellur niður nema því sé streymt í gegnum fjarfundabúnað

Í bréfinu svarar sr. Agnes þeirri spurningu hvort prestar teljist vera í framvarðasveit í almannaþjónustu:

Svarið við þeirri spurningar var afdráttarlaust af hálfu Landlæknisembættisins, þ.e.a.s. já, prestar sem sinna sálgæslu og þjónustu í söfnuðum landsins, eru í framvarðarsveit. Við þurfum því að skipuleggja þjónustuna á hverjum stað þannig að þetta sé haft í huga.

Bréf biskups má lesa hér í heild sinni.

Biskup skrifaði svo annað bréf í dag vegna aukins svigrúms í sambandi við útfarir sem búið var að skipulegga og fram fara í þessari viku.

hsh

  • Frétt

  • Covid-19

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju