Húsnæði kirkjunnar verði boðið

2. nóvember 2020

Húsnæði kirkjunnar verði boðið

Merki (innsigli) biskupsembættisins - sr. Karl Sigurbjörnsson teiknaði - mynd: hsh

Fram hefur komið í umræðum að þörf sé á auknu rými fyrir skólastarf vegna þess að sóttvarnareglur hafa verið hertar.

Af því tilefni skrifaði biskups Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prestum, djáknum og sóknarnefndum, bréf þar sem hún hvetur þau til að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, undir skólastarf og hafi samband við skólastjórnendur í hverfum þeirra eftir því sem tök eru á.

Í bréfinu segir sr. Agnes:

Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands. Kirkja og skóli hafa í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða.

Sr. Agnes hvetur til þess að strax verði haft samband við skólastjórnendur og þeim boðin þessi aðstaða þar sem því verður við komið.

Lesa má bréfið hér.

hsh

  • Covid-19

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Biskup

Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall
Skálholtshátíð 2.jpg - mynd

Skálholtshátíð kallar með gleði í tali, göngu og tónum

18. júl. 2025
Framundan er þétt og glæsileg dagskrá Skálholtshátíðar sem stendur fram á sunnudag.
Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli