Kirkjan að störfum á veirutíð

2. nóvember 2020

Kirkjan að störfum á veirutíð

Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, með grímu

Enn sýndu þjóðkirkjuprestar og samstarfsfólk þeirra hvað í þeim býr þegar streymt var um netheima á allra heilagra messu fjölmörgum helgistundum og guðsþjónustum, íhugunarstundum og tónlistarstundum. Stundirnar voru fjölbreytilegar og áhugaverðar. Þjóðkirkjan getur verið stolt af sínu fólki úti akrinum. 

Ekki ætlar kirkjan.is að fella neina dóma um þetta streymi en getur þó sagt að augljóslega er vel að verki staðið og metnaður lagður í að gera hlutina sem best. Þetta eru fallegar og sterkar stundir.

Alltaf er gaman að koma inn fyrir dyr á kirkjum sem tækifæri hefur ekki gefist til að skoða. Þau eru mörg sem njóta þess fyrir utan boðskapinn sem fluttur er og tónlistina. Kirkjan.is hefur heyrt fólk nefna þetta þakklátum huga. Kirkjurnar eru ekki aðeins lifandi starfsstöðvar þjóðkirkjunnar heldur geyma þær dýrmætan menningararf, gamlan sem nýjan.

Kirkjan.is fleytir hér áfram 30 helgistundum (og sunnudagaskólastundum) sem langflestar voru teknar af Facebókar-síðum kirknanna og aðrar af heimasíðum þeirra.

Á það skal bent að ekki var hægt að fella inn (eða embed)– eins og það heitir – nokkrar stundir vegna þess að þann hlekk vantaði á síðu viðkomandi kirkju. Ekki veit kirkjan.is hvað því veldur, hvort til dæmis það er meðvituð ákvörðun eða ekki. Fékk þó upplýsingar um að Facebók hefði tekið þennan hlekk út hjá einni kirkjunni vegna þess að í þeirri tilteknu streymisstund var leikið lag sem var með höfundavarinn rétt. Þeir Facebókarmenn ku hafa músíkalska róbóta í þjónustu sinni sem greina tónlistina og gera viðvart þegar eitthvað er spilað í óleyfi. Hjá nokkrum kirkjum var flutningur stunda bundinn tímamörkum og „sýningu“ því lokið (This premiere video has ended) er kirkjan.is hugðist hlusta og horfa. 

Þá skal þess getið að kirkjan.is fékk þær upplýsingar að ein kirkja, Langholtskirkja í Reykjavík, hefði verið með Zoom-helgistund sem um fimmtíu manns hefðu tekið þátt í - þessi tegund af helgistund er með þeim hætti að fólkið getur í raun tekið beinan þátt í henni þar sem það er statt með tölvu eða síma - slóðina fær það senda. Þetta er athyglisverð tilraun og verður spennandi að sjá hvernig „Zoom“- helgihaldið þróast.

Þetta er ekki tæmandi upptalning. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina eru vel þegnar. 

Streymiskirkjan
Laufásprestkall (sunnudagaskóli), Glaumbæjarkirkja, Akureyarkirkja, Blönduóskirkja, Garða- og Saurbæjarprestakall, Djúpavogskirkja, Vídalínskirkja, Hafnarkirkja, Grafarvogskirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Ástjarnarkirkja, Laufásprestakall (Svalbarðskirkja), Grensáskirkja, Hvammstangakirkja, Kópavogskirkja (sunnudagaskóli), Vídalínskirkja (sunnudagaskóli), Seltjarnarneskirkja, Grafarvogskirkja (sunnudagaskóli), Setbergskirkja, Árbæjarkirkja, Selfosskirkja, Áskirkja, Hallgrímskirkja, Vopnafjarðarkirkja, Eiðakirkja, Breiðholtskirkja, Hjallakirkja (sunnudagaskóli), Lágafellskirkja, Fangaprestur þjóðkirkjunnar, Hrunaprestakall

hsh

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Covid-19

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju