Kirkjuþingi framhaldið

3. nóvember 2020

Kirkjuþingi framhaldið

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985

Fundum kirkjuþings 2020 var frestað í októbermánuði síðastliðnum en nú verðum þeim framhaldið.

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til kirkjuþingsfundar, nánar til tekið 7da fundar kirkjuþings 2020, laugardaginn 7. nóvember kl. 9.00. Stendur þingfundur yfir aðeins þennan dag. 

Segja má að þetta verði sögulegur þingfundur þar sem stuðst verður eingöngu við fjarfundabúnað sem kallast Zoom og hefur víða verið notaður síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þykir þessi búnaður aðgengilegur og þægilegur.

Fundum kirkjuþings verður stjórnað úr höfuðstöðvum þjóðkirkjunnar í Katrínartúni 4 en þar verða stödd forseti kirkjuþings ásamt fyrsta varaforseta, sem og formenn nefnda, ásamt starfsmönnum þingsins.

Þingið er haldið í heyranda hljóði og má fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á kirkjan.is.

Aðalmál funda kirkjuþings að þessu sinni er afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir 2021.

Kirkjuþing 2020 er það 60. í röðinni.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Viðburður

  • Covid-19

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir á biskupssofu

Fyrsti vinnudagurinn annasamur

01. júl. 2024
...hjá nýjum biskupi Íslands
For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið