Kristniboðsdagurinn á morgun

7. nóvember 2020

Kristniboðsdagurinn á morgun

Skólastarf er mikilvægur liður í kristniboðsstarfi - nemendur framhaldsskólans í Propoi sem byggður hefur verið að miklu leyti fyrir framlög utanríkisráðuneytisins og Kristniboðssambandsins

Á morgun, sunnudagurinn 8. nóvember er kristniboðsdagurinn og þá verður útvarpað guðsþjónustu frá Sandgerðiskirkju.

Ásta Bryndís Schram, formaður stjórnar Kristniboðssambandsins prédikar, og séra Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, þjónar fyrir altari. Heimafólk annast söng og tónlistarflutning. Bryndís Rut Schram Reed syngur einsöng, stúlkur úr barnakór sóknarinnar syngja og organisti er Keith Reed. Messan hefst kl. 11.00.

Annar sunnudagur í nóvember er helgaður kristniboðinu í starfi kirkjunnar og hefur svo verið allar götur síðan 1936. Dagurinn á að minna á hið víðtæka starf Kristniboðssambandsins heima sem heiman.

Kórónuveirufaraldurinn setur mark sitt á kristniboðsdaginn eins og aðra daga um þessar mundir. Árleg kaffisala fellur niður og munu eflaust margir sakna þess því að veitingar hafa ætíð verið girnilegar og vel í þær borið. Fjölbreytilegt helgihald í ýmsum kirkjum hefur fylgt kristniboðsdeginum en verður fellt niður að þessu sinni.

Kristniboðssambandið minnir á þrennt

Í fyrsta lagi er að nefna systur okkar og bræður í Eþíópíu og Keníu. Íslenskir kristniboðar störfuðu þar í áratugi og ávöxtur starfsins er gríðarlegur. Covid-veiran dreifir sér þar sem hér og sífellt fleiri sýkjast. Þar býr fólk við mun takmarkaðri innviði og veikara heilbrigðiskerfi til þess að takast á við vandann. Viðbúið er að skaðinn verði víðtækari en á Vesturlöndum. Biðjum fyrir fólki á starfssvæðum kristniboðsins.

Í öðru lagi minnumst við bræðra og systra sem ofsótt eru vegna trúar sinnar. Biðjum fyrir kristnu fólki sem sætir ofsóknum víða um heim.

Í þriðja lagi eru nýbúar, flóttamenn og umsækjendur um vernd hér á landi. Vegna faraldursins eru aðstæður margra í þessum hópi enn þyngri þar sem tengslanet fólks er lítið sem ekkert og það getur ekki hitt neina aðra. Biðjum fyrir þeim.

Kristniboðssambandið skráði um 100 manns í ókeypis íslenskukennslu í haust og hluti þeirra heldur áfram að hittast í litlum hópum. 

Kristniboðsalmanakið 2021 er nýkomið út. Því verður dreift í flestar stærri kirkjur á næstu vikum en einnig má nálgast það á skrifstofu SÍK eða á Basarnum, Austurveri, Háaleitisbraut 68, Reykjavík.

Vegna þess að helgihald liggur niðri eru ekki tekin samskot á þessum kristniboðsdegi. En þess í stað má gefa til starfsins með millifærslu á bankareikning 0117-26-002800, en kennitalan er 550269-4149.

Heimasíða Kristniboðssambandsins

Facebókarsíða Kristniboðssambandsins

hsh


  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju