Streymið heldur áfram

9. nóvember 2020

Streymið heldur áfram

Streymt frá kvöldbænum í gær úr Fellskirkju í Sléttuhlíð í Skagafirði - sr. Halla Rut Stefánsdóttir - falleg stund og einlæg - skjáskot

Kirkjan.is fylgist með streymi frá nokkrum kirkjum víðsvegar um landið í liðinni viku og um helgina. Við fyrstu sýn virðist fjöldi streymisstunda hafa verið svipaður um þessa helgi og þá síðustu en tekið skal fram að ekki er um vísindalegar mælingar að ræða, heldur aðeins tilfinningu. 

En stundirnar eru sem fyrr af ýmsum toga. Helgistundir, sunnudagaskólastundir, tónlistarstundir, bænastundir og íhugunarstundir. Oftast eru hugvekjur fluttar.

Eins og áður þá fellir kirkjan.is ekki neina dóma um þetta streymi en getur þó sagt að augljóslega er vel að verki staðið og metnaður lagður í að gera hlutina sem best. Þetta eru fallegar og einlægar stundir. 

Það er ánægjulegt að sjá af hve miklu öryggi prestarnir standa fyrir framan myndavélarnar - sem og organistarnir og þau önnur er að stundunum koma. 

Eins og fyrir viku þá fleytir kirkjan.is áfram helgistundum (og sunnudagaskólastundum) sem langflestar voru teknar af Facebókar-síðum kirknanna en aðrar af heimasíðum þeirra. Þær eru núna 34.

Aftur skal á það bent að ekki var hægt að fella inn (eða „embed“)– eins og það heitir – nokkrar stundir vegna þess að þann hlekk vantaði á síðu viðkomandi kirkju. Ekki veit kirkjan.is hvað því veldur, hvort til dæmis það er meðvituð ákvörðun eða ekki. Kirkjan.is biður þá söfnuði sem streyma hvort heldur á Facebook eða youtubue að athuga það. Þegar ekki er hægt að fella in (embed) þá er ekki hægt að fleyta stundinni áfram á kirkjan.is.

Þetta er ekki tæmandi upptalning. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina (sem hægt er að fella inn!) eru vel þegnar.

Streymiskirkjan
Hafnarfjarðarkirkja, Laufásprestakall (sunnudagaskóli), Landakirkja, Möðruvallakirkja, fangaprestur þjóðkirkjunnar, Hjallakirkja (Kópavogi), Melstaðarprestakall (Prestsbakkakirkja), Hóladómkirkja, Hrunaprestakall, sr. Karl Sigurbjörnsson, Kópavogskirkja (fjölskyldumessa), Garða- og Saurbæjarprestakall (Hallgrímskirkja í Saurbæ), Lágafellskirkja, Keflavíkurkirkja, Alþjóðlegi söfnuðurinn, Guðríðarkirkja, Bústaðakirkja (hugvekja), Grensáskirkja, Kálfafellsstaðarkirkja, Háteigskirkja, Árbæjarkirkja (sunnudagaskóli), Seltjarnarneskirkja, Grafarvogskirkja, Fella- og Hólakirkja, Áskirkja, Hraungerðiskirkja, Brautarholtskirkja, Dalvíkurkirkja, Tálknafjarðarkirkja, Grensáskirkja (prestur fatlaðra), Skálholt, Vídalínskirkja (barnastarf), Laugarneskirkja, Kirkjan í Skagafirði (kvöldbænir frá Fellskirkju), Grensáskirkja

hsh

Ath. tvær stundir eru tvíteknar (vegna tæknilegra örðugleika)

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Covid-19

Kópavogskirkja - málverk eftir Sigfús Halldórsson (1920-1996) í safnaðarheimilinu Borgum  - mynd: hsh

Kópavogskirkja fær gjafir

31. júl. 2021
...kirkjusaga á Borgarholtinu
Reykholtskirkja hin nýja, vígð 28. júlí 1996, og hin eldri, vígð 31. júlí 1887 - mynd: hsh

Tvöfalt afmæli í Reykholti

22. júl. 2021
...Reykholtskirkja og Reykholtshátíð 25 ára
Hóladómkirkja - glæsileg dagskrá Hólahátiðar helgina 14. -15. ágúst - mynd: hsh

Hólahátíð er engri lík

20. júl. 2021
14.-15. ágúst 2021