Hjálparstarfið stendur vaktina

27. nóvember 2020

Hjálparstarfið stendur vaktina

Hjálparstarf kirkjunnar starfar allan ársins hring

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk sem býr við efnislegan skort í desember og hefur jólasöfnun

Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við fátækt svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Stuðningurinn tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 18. desember. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess jólafatnaður og jólagjafir fyrir börnin.

Tekið verður á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, 1., 2., 3. og 4. desember kl. 11.00 - 15.00.

Á Suðurnesjum verður tekið á móti umsóknum í Keflavíkurkirkju 1., 3. og 8. desember klukkan 9 – 11 og í Ytri-Njarðvíkurkirkju 2., 3., og 9. desember klukkan 9.00 – 11.00.

Einnig er hægt að sækja um aðstoð á heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar til 11. desember.

Samvinna er við önnur hjálparsamtök víðs vegar um landið og fólk á landsbyggðinni getur einnig leitað til presta í heimasókn fyrir 8. desember næstkomandi.

Hjálparstarfið stendur vaktina
„Frá því í byrjun mars og til októberloka á þessu ári fjölgaði þeim sem sækja sér efnislega aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um 42% miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2019 leituðu samtals 743 fjölskyldur til Hjálparstarfsinsum aðstoð en 1057 á sama tímabili núlíðandi árs. Við búumst við því að það fjölgi enn frekar nú í desember,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur jafnframt hafið fjársöfnun fyrir verkefnum innanlands og utan með því að senda valgreiðslu í heimabanka landsmanna að upphæð 2.500 krónur.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, í síma 5284406, kristin@help.is.

kó/hsh
  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju