Nýr prófastur

27. nóvember 2020

Nýr prófastur

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson er nýr prófastur

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur útnefnt sr. Hans Guðberg Alfreðsson sem prófast í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. desember n.k.

Sr. Hans Guðberg er fæddur 1971 og vígðist sem prestur til Garðaprestakalls (Álftanes og Garðarbær) árið 2006. 

Kirkjan.is ræddi við sr. Hans Guðberg í dag og óskaði honum til hamingju með prófastsstarfið. 

„Starfið leggst bara vel í mig,“ sagði sr. Hans Guðberg, „ég hlakka til að fá að starfa með þessu öfluga fólki í prófastsdæminu og vonandi næ ég að leggja eitthvað gott til.“

Kirkjan.is spyr nýja prófastinn hvort hann hyggist brydda upp á einhverjum nýjungum:

„Hlutirnir hafa verið í góðum skorðum hér í prófastsdæminu,“ svarar hann. „Prófastur og héraðsprestur ásamt öðrum í prófastsdæminu hafa staðið fyrir metnaðarfullu starfi sem hefur borið mikinn ávöxt.“

Hann segist stefna í öllu falli að því að gera sitt besta til að halda því góða starfi áfram.

„Einkunnarorð prófastsdæmisins frá 2016 hafa verið samstarf, samfélag og uppbygging og ég tel skynsamlegt að þau verði áfram í hávegum höfð,“ segir nýi prófasturinn í lokin.

Kirkjan.is óskar hinum nýja prófasti velfarnar og blessunar í starfi. 

hsh

  • Frétt

  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Á svölum vetrardögum er gott að orna sér við tónlistina

„...gefandi og uppbyggjandi...“

26. jan. 2021
Kraftmikið námskeið í boði
Bessastaðakirkja á fallegum degi

Elvis í Bessastaðakirkju

25. jan. 2021
...góð stund
Skírnarskál Digraneskirkju - myndbrot

Kynning á störfum

24. jan. 2021
...ný tækifæri