Aðventudagatal kirkjunnar

1. desember 2020

Aðventudagatal kirkjunnar

Aðventudagatal þjóðkirkjunnar - skjáskot

Þjóðkirkjan hefur látið útbúa aðventudagatal sem sjá má hvern dag á Facebókarsíðu kirkjunnar. 

Í aðventudagatalinu er unnið með stef sem mynd og ljóð taka utan um.

Hvatning, auðmýkt, uppörvun, náð, þakklæti, bæn, blessun, ró... svo nokkur stef séu nefnd.

Stefin kallast á við ljóð sem Sigurbjörn Þorkelsson, les úr ljóðabókum sínum.

Myndirnar teiknaði Lára Garðarsdóttir.

Fyrsti gluggi dagatalsins er opnaður í dag, 1. desember, og þetta er ljóðið sem fellur að stefi hans, sem er hvatning

Handarfar skaparans
Í lófa Guðs
er nafn þitt ritað.
Þú ert handarfar skaparans
í þessum heimi,
og líf þitt
hið fegursta ljóð.
Heilagur andi
hefur blásið þér líf,
anda og kraft í brjóst
til að vera sá sem þú ert.
Þú ert leikflétta
í undri kærleikans.
Njóttu þess!
Og láttu muna um þig!
            Sigurbjörn Þorkelsson, Úr ljóðabókinni: Lifi lífið, 2017

 

 

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Covid-19

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.