Aðventudagatal kirkjunnar

1. desember 2020

Aðventudagatal kirkjunnar

Aðventudagatal þjóðkirkjunnar - skjáskot

Þjóðkirkjan hefur látið útbúa aðventudagatal sem sjá má hvern dag á Facebókarsíðu kirkjunnar. 

Í aðventudagatalinu er unnið með stef sem mynd og ljóð taka utan um.

Hvatning, auðmýkt, uppörvun, náð, þakklæti, bæn, blessun, ró... svo nokkur stef séu nefnd.

Stefin kallast á við ljóð sem Sigurbjörn Þorkelsson, les úr ljóðabókum sínum.

Myndirnar teiknaði Lára Garðarsdóttir.

Fyrsti gluggi dagatalsins er opnaður í dag, 1. desember, og þetta er ljóðið sem fellur að stefi hans, sem er hvatning

Handarfar skaparans
Í lófa Guðs
er nafn þitt ritað.
Þú ert handarfar skaparans
í þessum heimi,
og líf þitt
hið fegursta ljóð.
Heilagur andi
hefur blásið þér líf,
anda og kraft í brjóst
til að vera sá sem þú ert.
Þú ert leikflétta
í undri kærleikans.
Njóttu þess!
Og láttu muna um þig!
            Sigurbjörn Þorkelsson, Úr ljóðabókinni: Lifi lífið, 2017

 

 

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju